Cancún
liggur fyrir norðurströnd Yukatanskagans.
Flatarmál er 10 km² og íbúafjöldi 60.000.
Flugsamgöngur
byggjast mest á leiguflugi, sem tengir eyjuna beint við Frankfurt am
Main, München, Düsseldorf og Zurich eða Mexíkóborg, Mérida,
Monterrey og ýmsa bandaríska flugvelli.
Skemmtiferðaskip
eru tíðir gestir. Flest
þeirra koma frá Miami eða San Juan (Puerto Rico).
Eyjan
opnaðist ferðamönnum í kringum 1970 og síðan þá hefur hún verið
tengd landi með brúargerð og uppfyllingum á eiðinu milli lands og
eyjar.
Upprunalega
bjuggu mayar á eyjunni, sem Stephens og Catherwood nefndu fyrst
Can-cune (mayamál = kerið við enda regnbogans) árið 1843.
Árið 1970 var farið að vinna að uppbyggingu eyjunnar en þar
bjuggu varla fleiri en 100 manns af mayaættum og lifðu af fiskfangi og
Chicle-söfnun (Chicle er hvítur gúmmívökvi úr sapodilla-plöntunni
(Achras sapola), sem einkum er notaður í tyggigúmmí).
Mexíkanska ríkisstjórnin og mörg einkafyrirtæki kusu eyjuna
sem hentugan áfangastað ferðamanna.
Þegar árið 1986 var hún orðin mikilvægasti ferðamannastaður
Mexíkó með 8000 gistirýmum. Árið
1988 kom bakslag í seglin, þegar fellibylurinn Gilbert skildi eftir
sig slóð eyðileggingar á Cancún og Yukatan-skaganum. Ímynd draumaparadísar ferðamanna hefur líka raskast svolítið
vegna plöntusjúkdóms, sem hefur lagzt á pálmatrén á eyjunni
undanfarin ár.
Skoðunarverðir staðir:
Cancúnborg
er á meginlandinu.
Hún er tilraunabær með opinberri þjónustu, verzlunum, hótelum,
veitingastöðum o.fl. og hefur ekki upp á margt annað að bjóða.
Baðstrendur og önnur aðstaða fyrir ferðamenn eru aðallega
á eyjunni sjálfri.
Þar eru raðir íbúðahótela, orlofshúsa og stórra hótela
auk stórrar ráðstefnumiðstöðvar fyrir allt að 2500 þátttakendur.
Eiðið milli Cancún-höfða og Nizuc-höfða skilur á milli
Karíbahafs og Nichupte-lónsins.
Norðan þess er meginlandsbrúin, sem liggur meðfram Mujeres-flóa.
Mannfræðisafnið
er í ráðstefnumiðstöðinni.
Þar er hægt að kynnast menningu maya.
CEDAM-safnið
er í grennd við Bahía-stórhýsið á Paseo Kukulkán.
Þar er að finna minjar, sem mexíkanskir kafarar hafa fundið
á sjávarbotni.
Baðstrendur.
Allt frá borgarmörkunum, meðfram Cancún-breiðgötu og Paseo
Kukulkán, teygjast eftirtaldar strendur:
Perlas, Juventud, Linda, Langosta, Tortugas, Caracol og Chac-mool
en hinar
þrjár síðastnefndu eru vinsælastar.
Pok-ta-Pok golfvöllurinn er við Paseo Kukulkán.
Mayarústir
er víða að finna á milli Cancún- og Nizuc-höfða.
Þær eru að mestu í svokölluðum Puuc-
byggingarstíl.
Búið er að uppgötva pýramída með hofum og yfir 50 grafir.
Ferð
til Playa del Carmen:
Strandvegurinn,
MEX 307, liggur meðfram flugvellinum í Cancún til Puerto Morelos
eftir 37 km akstur.
Frá þessum hafnarbæ sigla ferjur til Cozumel.
Eftir 25 km til viðbótar er komið til Beté-höfða, þar sem
tveir samsíða vegir um akurlendi liggja niður á fallegar baðstrendur.
Fyrir ströndinni eru ákjósanlegir köfunarstaðir.
Enn þarf að aka 10 km til að komast til litla hafnar-bæjarins
Playa del Carmen.
Þaðan sigla líka ferjur til Cozumel og þar er falleg strönd,
sem hefur liðið fyrir þenslu síðustu ára.
Boðið er upp á köfunarferðir og sjóstangaveiði. |