Kýpur,
Flag of Cyprus

FAMAGUSTA
LARNAKA
LIMASSOL
NIKÓSÍA
PAPHOS Meira

PUR


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Lýðveldið Kýpur er á þriðju stærstu eyju Miðjarðarhafsins eftir Sardiníu og Sikiley.  Hún er í norðausturhorni Miðjarðarhafs á svipaðri breiddargráðu og Krít (36°16’ og 34°35’A og 34°32’ og 35°42’N) u.þ.b. 65 km frá ströndum Litlu-Asíu og 110 km frá ströndum Sýrlands.  Norðausturendi hennar teygist inn í Iskenderunflóann.

Kýpur er land- og jarðfræðilega tengd Asíu.  Sögulega og menningarlega er hún evrópsk, einkum grísk.  Hún er í skurðarpunkti menningar og legu þriggja meginlanda og hefur orðið fyrir áhrifum þeirra í þúsundir ára.  Bretar hersátu eyjuna um langa hríð og innleiddu marga siði og venjur Mið-Evrópubúa.  Landslag eyjarinnar er margbreytilegt og loftslagið þægilegt.  Listasaga hennar og fornminjar, þjóðsögur og þjóðdansar, baðstrendur og góð hótel laða til sín mikinn fjölda ferðamanna ár hvert.

Tyrkneska hluta eyjarinnar var lokað árið 1974 og ófriður ríkti í áratugi milli þjóðanna, þannig að ferðamenn komust ekki milli eyjahlutanna. Það varð að hefja ferð þangað frá Tyrklandi og þess varð að gæta, að enginn stimpill frá gríska hlutanum væri í vegabréfinu.  Eftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna gættu landamæranna.  Erlendir gestir gríska hlutans komust um höfnina í Larnaka, Limsssol og Paphos og um flugvöllinn í Larnaka.  Landamærin voru opnuð árið 2003.  Efnt var til kosninga um sameiningu í báðum eyjahlutunum árið 2004 án árangurs.
Vinstri umferð gildir á Kýpur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM