Nikósía Kýpur,
Flag of Cyprus


NIKÓSÍA
KÝPUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nikósía, höfuðborg landsins, byggðist fyrst á 7. öld, þar sem fornborgin Ledra stóð áður.  Hún varð stjórnsýslumiðstöð landsins, þegar hafnarborgirnar urðu sífellt fyrir árásum sjóræningja á öldum áður.  Gamli borgarhlutinn er umgirtur voldugum, feneyskum borgarmúrum.  Innan hans eru þröngar götur og mest ber á gömlu, gotnesku dómkirkjunni St. Johannes, sem er setur gríska réttrúarerkibiskupsins.  Norðan hennar er Þjóðminjasafnið og beint á móti því erkibiskupshöllin.  Basarinn með fjölda listavöruverzlana er sérstaklega aðlaðandi.  Utan múranna í suðvesturátt er hið áhugaverða Kýpursafn, sem hýsir alls kyns tól og verkfæri auk listmuna frá síðsteinöld til rómversks tíma (5800 f.Kr.-300 e.Kr.).  Í tyrkneska hlutanum, sem er ekki hægt að heimsækja frá hinum gríska, eru m.a. gotneska St. Sophia dómkirkjan (13.öld; Selimiyemoskan), sem var eina krýningarkirkja konunga eyjunnar fyrrum og önnur miðaldamannvirki.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM