Limassol Kýpur,
Flag of Cyprus


LIMASSOL
KÝPUR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Limassol er önnur stærsta borg Kýpur, miðstöð iðnaðar, vínverzlunar og mikilvæg útflutningshöfn.  Hún er á suðurströndinni á milli fornborganna Kurion í vestri og Amathus í austri.  Eftir 1291 var þar herstöð riddara Temple- og Jóhannesarreglnanna við austanvert Miðjarðarhaf og þar hitti Ríkharður I, ljónshjarta, Berengaria af Navarra.

Skoðunarvert:  Höllin með byggðasafninu, almenningsgarðurinn með litlum dýragarði og vínkjallararnir.  Kolossivirkið, sem Jóhannesriddararnir byggðu 1210, umkringt aldingörðum, er 10 km vestan borgarinnar.  Rústir fornborgarinnar Kurion með baðhúsum (5.öld f.Kr.), leikhúsi (50-175 e.Kr.; sumarhátíðir með fornum og Shakespearuppfærslum), fallegum gólfmósaíkverkum og Apollohofi eru 20 km vestan Limassol.  Í bænum Episkopi, suðvestan borgarinnar, er skoðunarvert forngripasafn.  Það er líka mælt með ferðum til aldingarðanna í Phassuri, klaustranna Tróoditissa og Omodos og fallegu þorpanna Fini, Kilani, Platres, Prodromos og Tróodos í Tróodosfjöllum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM