Larnaka Kýpur,
Flag of Cyprus


LARNAKA
KÝPUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Larnaka er vaxandi hafnarborg með ágætri smábátahöfn, alþjóðaflugvelli og fallegum baðströndum í suðausturhlutanum, þar sem fornborgin Kition stóð og þjóðsagan segir, að barnabarn Nóa hafi stofnað og hafi síðar verið heimaborg heimspekingsins Zeno.

Í gamla borgarhlutanum er St. Lasaruskirkjan með helgigripum postulanna.  Vestan borgarinnar er Saltavatn, þar sem flamingóar hafa vetursetu (des.-marz).  Við vatnið vestanvert er Hala-Sultan-Tekke, grafarmoska fósturmóður Múhammeðs spámanns.  Í þorpinu Kiti, 2 km lengra í suðvestur, er Panagia Angeloktistoskirkjan með fallegum snemmbýzönskum mósaíkverkum. (6.öld?).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM