Famagusta
er hafnarborg í tyrkneska hlutanum við austurjaðar frjósamrar
Mesaoriasléttunnar og breiða vík á austurströndinni.
Hún byggðist 11 km norðan fornborgainnar Salamis, sem
hafði góða náttúruhöfn og var mikilvæg útflutningshöfn fyrir
kopar.
Hún hrundi í jarðskjálfta á 4. öld og meðal þess, sem
hefur verið grafið upp er stórt leikhús, seifshof, íþróttaleikvangur,
vatnsleiðsla og grafastæði.
Múrar gamla borgarhlutans í Famagusta, sem krossfararnir reistu
á 13. öld, urðu allt að 17 m háir, þegar Feneyingar höfðu bætt
við þá.
Sjávarmegin er virki með Óþellóturninum, þar sem verk
Shakespears eru flutt.
Nikulásardómkirkjan (14.öld), nú Lala-Mustafamoskan, er í miðri
gömlu borginni.
Suðvestan hennar eru rústir hallar feneyska landstjórans.
Snemmgotnesku kirkjurnar Hl. Pétur og Páll frá 14. öld, nú
Sinan-Paschamoskan, og Hl. Georg (1359) eru frá blómaskeiði
borgarinnar.
Mælt er með heimsókn í forngripasafnið.
Umhverfis Famagusta eru einhverjar beztu
baðstrendur Kýpur. |