Ísrael,
Flag of Israel

ASHDOD
BETLEHEM
HAIFA
JERÚSALEM
TEL AVIV - JAFFA Meira

ÍSRAEL
Medinat Yisrael

Map of Israel

.

Utanríkisrnt.

Heildarfrlatarmál landsins er 20.770 km².  Höfuðborgin er Jerúsalem.  Landið skiptist í sex stjórnsýslusvæði.  Gyðingar voru u.þ.b. 85% íbúanna og múslimar 12% en þessi hlutföll breytast smám saman gyðingum í óhag.  Nokkrir kristnir minnihlutahópar búa líka í landinu.  Tungumál: nýhebreska (iwirth), jyddíska, arabíska og margir kunna frönsku, ensku og þýzku.  Gjaldmilillinn er shekel = 100 agorot.  Hvíldardagurinn (laugardagur) er haldinn heilagur.  Vegabréf gesta verða að eiga a.m.k 6 mánuði eftir af gildistíma við komuna til landsins og Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun. Landamæri Írsaels liggja að Líbanon, Sýrlandi, Jórdaníu og Egyptalandi og vesturmörkin eru við Miðjarðarhaf.  Landið hækkar hægt og sígandi upp frá ströndinni að fjallgarði í austri, sem stingst síðan niður í jórdönska sigdalinn.  Dauðahafið er lægsti punktur jarðar, 395 m neðan sjávarmáls.  Uppsprettur Jórdanár eru þrjár, tvær í Ísrael, Banyas og Dan, og ein í Líbanon, Hatsbani.  Áin er u.þ.b. 500 km löng og hæðarmunur frá upptökum til sjávar er u.þ.b. 1000 m.  Veðurlag er talsvert mismunandi eftir landshlutum, þótt landið sé ekki stórt.  Í Negeveyðimörkinni er þurrt eyðimerkurloftslag en úrkoma er nægileg með ströndum fram, þar sem aðallandbúnaðarsvæðin eru.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM