Ashdod Ísrael,
Flag of Israel


ASHDOD
ÍSRAEL

.

.

Utanríkisrnt.

Ashdod er lítil hafnarborg við Miðjarðarhafið, u.þ.b. 40 km sunnan Tel Aviv, í 0-10 m hæð yfir sjó.  Borgin er sívaxandi ferðamannastaður og fjöldi skemmtiferðaskipa heimsækir hana ár hvert.  Gamla Ashdod var sunnan núverandi byggðar.  Ásamt Gaza og Gath var hún nefnd Borg enakíta (12.-11. öld f.Kr.; Jósúa 11.22).  Þessar byggðir auk Askalon og Ekron mynduðu furstadæmi filistea (Jósúa 13.3).  Eftir að filistear höfðu ná sáttmálsörkinni frá Ísraelsmönnum fluttu þeir hana til Askalon og komu henni síðar fyrir í Dagonhofinu í Ashdod (1. Sam. 5, 1-5).

Árið 710 f.Kr. varð hún sjálfstæð ríkisborg undir stjórn Assýríumanna og efldist sem hafnarborg á tímum Persa á 6.-5. öld f.Kr.  Hellenar, sem réðu henni á 3. öld f.Kr., breyttu nafni hennar í Azolus.  Krossfararnir héldu þessu nafni á 12. öld en arabar kölluðu borgina Minat el Qala (Virkishöfn).  Síðustu aldirnar fór lítið fyrir henni á sögusviðinu.

Árið 1957 ákváðu Ísraelsmenn að reisa iðnaðarborg norðan gömlu borgarinnar og nefna hana Ashdod.  Byggðin stækkaði á undraskömmum tíma.  Fjöldi iðn- og samgöngufyrirtækja hösluðu sér völl og höfnin varð brátt hin næstmikilvægasta á eftir Haifa.  Borgin á sér góða baðströnd og liggur vel við skoðunarferðum til Tel Aviv (40. km), Jerúsalem (72 km.) og Beersheva (90. km).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM