Tel
Aviv – Jaffa er tvíborg við sjávarmál 75 km norðvestan Jerúsalem.
Hún er aðalviðskiptamiðstöð landsins og stærst borga þess.
Jaffa hefur verið til mun lengur en tímatal okkar segir til um
en Tel Aviv (Vorhæðin) er ung borg. Á
síðari árum hefa þær tengzt æ meira og eru umgirtar nýjum íbúðahverfum.
Föníska
borgin Jafi (=falleg) lenti í höndum Egypta í valdatíð Tútmósis I
(1506-1494 f.Kr.) og þeir nefndu hana Japi.
Eftir 1200 f.Kr. bjuggu indógermanskir filistear.
Í valdatíð Salómons (971-932 f.Kr.) hét borgin Japhi og var
hafnarborg Jerúsalem.
Þegar makkabear voru við völd náðu gyðingar yfirhendinni.
Þegar þeir gerðu uppreisn árið 70 e.Kr., lögðu Rómverjar
hana í rúst.
Næstu aldir dró mjög úr stjórnmála- og viðskiptalegu
mikilvægi Ísraels og þess gætti vitaskuld í Jaffa, sem lagðist í
auðn um tíma á miðöldum.
Eftir
fyrri heimsstyrjöldina víggirtu bretar þorpið fyrir yfirstjórn sína
og stækkuðu höfnina.
Samtímis stækkaði Tel Aviv, sem var stofnuð með styrk frá
þjóðarsjóði gyðinga árið 1909 á sandströndinni norðan Jaffa.
Mikill fjöldi innflytjenda settist að í þessari nýju borg,
sem fékk sína eigin borgarstjórn 1921 og 1948 var Jaffa sameinuð
henni.
Íbúar Jaffa voru langflestir arabar en gyðingar í Tel Aviv. |