Tel Aviv Jaffa skoðunarvert,
Flag of Israel


TEL AVIV - JAFFA
Skoðunarvert

.

.

Utanríkisrnt.

Herbert-Samuel-breiðgatan liggur meðfram fallegri og breiðri sandströndinni og við hana eru mörg hótel og óperuhúsið.  Sé haldið eftir Frishmangötu frá Danhótelinu og síðan til hægri eftir Meir-Dizen-golfgötu, verður fyrir pálmagirtur og hringmyndaður Dizen-golfvöllurinn í aðalviðskiptahverfinu.  Sunnan hans við sömu götu er Helena-Rubinsteinsafnið fyrir nútímalist.  Rétt sunnar er þjóðleikhúsið Habimah (1925), sem Oskar Kaufmann, arkitekt frá Berlín, teiknaði (habimah = leiksvið).  Austan þess er Frederic-Mann-höllin, þar sem fílharmoníusveit landsins á samastað.

Hið tólf hæða ráðhús borgarinnar er við Malkei-Israeltorg og dýragarðurinn er þar rétt hjá.  Tel-Aviv-safnið er aðeins suðaustar.  Þar gefur að líta gott snið af myndlist Ísraelsmanna.

Rothschild-breiðgatan liggur frá þjóðleikhúsinu til suðurs.  Á leiðinni um hana verður fyrir hin vinsæla Allenbygata, þar sem ber mest á Stóru sýnagógunni með svörtum kúpli.  Aðeins vestar er Montefioregata, þar sem eru stöðugar iðnsýningar í húsi nr. 3.  Shalomturninn (130m) með stjörnuathugunarstöðinni er aðeins vestar.  Ísraelsmenn lýstu yfir sjálfstæði sínu í Dizengolfhúsinu 14. maí 1948.

Gamla Jaffa, sem er á hæð ofan hafnarinnar, á ekki lengur neina mikilvæga og sögulega staði.  Þar er nú listamannanýlenda og gott útsýni yfir borgina og höfnina og flóamarkaðurinn Shuk Hapishpishim.  Mahmudijemoskan var byggð árið 1810.  Í forgarði hennar eru leifar margra sögulegra bygginga, sem stóðu í Gömlu-Jaffa, s.s. súlur o.fl.  Fransiskanakirkjan frá 1654 var byggð á rústum miðaldakastala og haft er fyrir satt, að þar hafi fyrrum staðið hús sútarans Símons (postulasagan 9.43).  Forngripasafnið er áhugavert.

Í úthverfinu Ramat Aviv á norðurbakka Yarkonár er Haaretz-safnamiðstöðin (gamlir gler- og leirmunir, saga peninganna, vísindi og tækni og þjóðleg list) stjörnufræðisafn.  Árið 1972 var hof filistea grafið upp á þessum stað.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM