Haifa Ísrael,
Flag of Israel

Saga Haifa Umhverfi Haifa Skoðunarvert .

HAIFA
ÍSRAEL

.

.

Utanríkisrnt.

Haifa er stærsta hafnarborg Ísraels í 0-300 m hæð yfir sjó. Hún er í norðurhlíðum *Karmelfjalla við skjólgóða Akkovíkina vestanverða.  Mestur hluti útflutnings landsframleiðslunnar fer um höfnina og iðnaður er mikilvægur í borginni.  Haifa er líka háskólaborg.

Borgin skiptist í þrjú hverfi á stöllum fjallanna, gamla hlutann með höfninni og strandlengjunni, Hadar Hakarmel (60-120m) er miðjan og efst er Karmel Merquzi og Ahusa í 250-300 m hæð yfir sjó.  Arið 1959 voru þessir borgarhlutar tengdir með 1,8 km langri neðanjarðarbraut, sem liggur upp allt að 12% bratta frá Parísartorgi um fjórar stöðvar til útsýnisgötunnar Gan Haem (280m).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM