Ísrael meira,
Flag of Israel

MENNING og SAGA . . Mynd: Dauðahafið

ÍSRAEL
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Gróðurfarið er jafnmargbreytt og landslagið.  Á láglendinu með ströndum fram eru breiður af sítrustrjám, sem eiga sér ekki Langa sögu á þessum slóðum.  Þessi ávaxtatré þekja u.þ.b. 500 km² svæði.  Sítrónutrén voru flutt inn frá Kaliforníu fyrir nokkrum áratugum.  Bananar hafa verið ræktaðir á svæðinu allt frá miðöldum, einkum í Jórdandalnum.  Þar og í Arava er líka mikið ræktað af döðlum.  Uppi í fjöllum, þar sem stöðugt er gróðursett meira af trjám, ber mest á furu, eik og kýprustrjám svo eitthvað sé nefnt.  Í Galíleu vaxa olíutré, vínviður, fígjutré og granateplatré.  Talsvert er ræktað af sykurreyr, jarðhnetum og baðmull.

Ísrael er mikilvægur hlekkur í hinum þremur eingyðistrúarbrögðum heimsins.  Gyðingdómur og kristin trú eiga sér rætur í þessum heimshluta og íslömsku trúarbrögðin eru stunduð við bæjardyrnar.  Mekka og Medína, pílagrímastaðir múslima, eru ekki fjarri.  Þetta unga ríki er barmafullt af sögu og sögulegum minjum, sem teygja sig allt að 10 þúsund ár aftur í tímann.  Uppbyggingin í landinu síðan ríkið var stofnað hefur verið ótrúlega hröð, þrátt fyrir stöðugan ófrið.  Gyðingar víða um heim styðja og styrkja Ísraelsríki fjárhagslega og stórar fúlgur fjár streyma frá BNA til að tryggja tilveru þess.

Stjórnsýslan.  Ríkið er þingbundið (Knesset) lýðræði.  Þingmennirnir 120 eru kjörnir í hlutfallskosningum til fjögurra ára í senn.  Þingið kýs forseta landsins til fimm ára.  Hann á sæti á þinginu og stjórnar sínu ráðuneyti.  Ríkisumboðsmaður á að fylgjast með því, að ríkisstjórnir og framkvæmdavaldið fari að lögum og gæti allarar siðsemi.  Dómsmál eru aðskilin frá framkvæmda- og löggjafarvaldinu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM