Guyana meira,
Flag of Guyana

BÚSETA
STJÓRNSÝSLA
MENNING SAGAN EFNAHAGSMÁL
TÖLFRĆĐI

GUYANA
MEIRA

Map of Guyana
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Allt ađ 16 km breiđ strandlengja landsins er mikiđ breytt af manna völdum.  Mikiđ land hefur veriđ sótt í greipar Ćgis međ skurđum og varnargörđum (230 km).  Mörk ţessa svćđis og fenjanna innar í landinu liggja um manngerđa skurđi.  Sunnan strandsvćđanna eru skógi vaxin svćđi, sem hćkkar smám saman, og sendinn jarđvegur.  Upp frá ströndinni (u.ţ.b. 66 km) er hćđótt landslag í 15 m hćđ yfir sjó, sem hćkkar upp í 120 m til vesturs.  Ţetta svćđi er u.ţ.b. 130-170 km breitt.  Lítiđ steppusvćđi í austri er 100 km frá ströndinni.  Ţađ er umlukiđ hvítu sandbelti.  Sandarnir liggja ađ hluta á kristölluđu bergi, sem er víđast lćgra en 150 m.y.s.  Ţessi slétta nćr yfir mestan hluta miđbiks landsins og víđa hefur gosberg trođist í gegnum hana eins og sjá má, ţar sem eru flúđir í ánum.

Handan ţessarar kristölluđu sléttu er Kaieteuria-sléttan, sem er ađ mestu neđan 500 m.y.s.  Ţar eru hinir fögru Kaieteur-fossar (224,5m).  Sléttan er ţakin sandsteini og leirflögum, sem mynda Rupununi-steppuna í suđri.  Acarai-fjöllin (600m) eru viđ suđurjađar sléttunnar og vestan hennar eru Pakaraima-fjöllin (2772m; Roraima).  Rupununi-steppan skiptist um Kanuku-fjöll, sem ná allt ađ 910 m hćđ yfir sjó.

Vatnasviđ.  Ađalár landsins, Courartyne, Berbice, Demerara og Essequibo, streyma allar úr suđri til Atlantshafs um austurhluta strandlengjunnar.  Stćrstu ţverár Essequibo eru Potaro, Mazaruni, Cuyuni og Rupununi.  Margar smáár falla um ströndina (Pomeroon, Mahaica, Mahaicony og Abary).  Árnar eru hluti vatnaskilanna milli ánna Amasón og Orinoco og upptakakvíslum rupununi og Amasónárinnar er oft ruglađ saman.  Framrćsla landsins er lítil vegna ţess ađ landinu hallar ađeins um 20 sm á hvern kílómetra og uppi í fjöllum og á steppunum eru fen og flćđilönd.  Árnar eru ekki fallnar til langflutninga vegna fossanna á leiđ ţeirra og á strandsvćđunum eru ósarnir uppfullir af leđju og sandeyrum langt út í sjó.

Jarđvegurinn á ströndinni er frjósamur og ísúr.  Hann er ađ mestu mjög fínkornótt set frá Amasónsvćđinu, sem berst međ Suđur-Miđbaugsstraumnum.  Ađeins lítill hluti hans berst međ ám landsins.  Ţessi jarđvegur liggur ofan á hvítum sandi og leir og hentar vel til mikillar rćktunar en plćging og hvíld er nauđsynleg.  Mókenndur hitabeltisjarđvegur, pegasse, tekur viđ upp frá ströndinni og međfram árósum en setlög eru međfram neđri hluta ánna.  Sandrif eru algeng á ströndinni, einkum viđ árnar Courantyne og Essequibo.  Inni í landi er jarđvegur grýttur og gropinn og ţví ófrjósamur.  Hvítir sandar eru nćstum hreint kvarts.

Loftslagiđ einkennist af hita, mikilli úrkomu (lítill árstíđamunur), miklum loftraka og skýjahulu.  Hitastigiđ er mjög jafnt allt áriđ.  Í Georgetown er hitinn 23°C-30°C (međalhiti 27°C).  Stađvindar viđ ströndina draga úr áhrifum mikils hita og loftraka.

Úrkoman byggist ađallega á hćgfara hreyfingum lognbeltisins viđ miđbaug.  Hún er mikil á lágsléttunum og ströndinni.  Međalársúrkoman í Georgetown er 2290 mm og inni í landi, á Rupununi-steppunni, 1800 mm.  Á ströndinni rignir mikiđ milli apríl og ágúst og minna frá desember til febrúar.  Á steppunum í suđurhluta landsins verđur ţessa stutta regntímabils ekki vart.  Heildarúrkoman er mismunandi og stundum koma ţurrkatímabil í júlí og ágúst, ţegar suđaustur stađvindarnir blása í sömu stefnu og ströndin liggur.


Flóran.  Margar plöntur á ströndinni, s.s. fenjatré og saltvatnsgrös, vaxa í grunnu og ísöltu vatni og hjálpa til viđ myndun nýs ţurrlendis.  Blautar steppurnar upp af ströndinni eru vaxnar grófum grasskúfum og dreifđum pálmum (kókos, truli og manicole).  Hár regnskógur ţekur u.ţ.b. 75% landsins og tegundafjöldi gróđurs hans er ótrúlegur og stórkostlegur.  Mest áberandi trén eru grćnhjarta (Ocotea rodiaei) og wallaba í sendnum jarđveginum viđ norđurjađarinn, risavaxin moratré og krabbatré í mýrlendinu, balatatré og önnur latextré, siruballi- og hubaballitré, sem eru nýtt til húsgagnasmíđi.  Steppurnar inni í landi eru ađ mestu graslendi međ klettaröđlum, fjölda termítahauga og pálmalundum.

Fánan er gífulega fjölbreytt og stór.  Fćst dýranna eru sýnileg nema fuglarnir og skordýrin.  Tapírinn er stćrsta landspendýriđ og jagúarinn er stćrstur og grimmastur kattadýranna.  Algengustu dýrin eru apar og dádýr.  Letidýr, stóra mauraćtan, capybara (130 sm langt nagdýr) og beltisdýr eru tiltölulega sjaldséđ.  Gammar, kiskadífuglar, bláir sakifuglar, kólibrífuglar, kóngafiskarar og íbísfluglar halda sig viđ ströndina og upp međ ánum.  Macaw-páfagaukar, tinamusfuglar og grjóthanar eru í skógunum og á steppunum.  Caiman-krókódíllinn er algengur í ám og vötnum.  Hin risavaxna anakonda-slanga er stćrst sinnar tegundar og runnasnákurinn (Lachesis mutus) er árásagjarnastur.  Eđlur eru algengar, s.s. igvana međfram neđri hlutum ánna.  Hákarlar og stingskötur eru í gruggugum sjónum viđ ströndina.  Manatí-hvalurinn er algengur í ám og vötnum.  Stćrstur ferskvatnsfiska er piraucu, sem getur orđiđ allt ađ 430 sm langur.


.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM