Allt
frá því að Gínea fékk sjálfstæði hefur landið verið fast í
skorðum nýlendutímans og byggir afkomu sína á landbúnaðarafurðum
og námugreftri (sykurreyr og báxít).
Eftir að sjálfstæði var fengið gerði sósíalísk stjórn
landsins ýmsar umbætur en þær hrukku flestar ekki til að breyta
gamla kerfinu. Efnahagslífið
byggist aðallega á opinberum rekstri, þótt einka- og samvinnurekstur
sé líka leyfður.
Opinber
atvinnurekstur er mikilvægur. Á
áttunda áratugi 20. aldar þjóðnýtti ríkisstjórnin bandarískar
og kanadískar báxítnámur og vinnslu og árið 1976 voru eignir stórfyrirtækisins
Booker McConnell þjóðnýttar (plantekrur, verksmiðjur og fyrirtæki).
Um miðjan níunda áratuginn hafði ríkisstjórnin rúmlega 80%
atvinnulífsins undir sinni stjórn.
Ríkisrekna sykurfyrirtækið stjórnar plantekrum og námufyrirtækið
var stofnað til að hafa umsjón með námugreftri.
Efnahag
landsins hefur hrakað vegna stefnu stjórnvalda.
Þingmenn meirihlutaflokksins PNC hafa verið settir í stjórnunarstöður,
þannig að fyrrum framkvæmdastjórar, forstjórar og skrifstofufólk
hefur horfið til annarra starfa. Minnkuð
framleiðni, sveiflukenndir markaðir og lækkaðar tekjur hafa aukið
fjárhagslegan halla fyrirtækjanna.
Erlendar skuldir hafa aukizt gífurlega og gengið hefur sílækkað
vegna stækkandi neðanjarðarhagkerfis.
Minnkandi innflutningur fljótandi eldsneytis hefur valdið
rafmagnsleysi og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar ollu næstum stöðvun
innflutnings matvæla og neyzluvöru.
Tekjur á mann (áæltaðar US$ 600.- síðla á 9. áratugnum)
eru svo lágar, að landið er í röðum allrafátækustu landa heims.
Efnahagsumbætur byggjast á erlendri aðstoð og gagnkvæmum viðskiptasamningum.
Verzlunarsamtök
eiga veigamikil ítök í ríkisstjórn landsins.
Alþýðusambandið er samtök helzu verkalýðsfélaga landsins,
þ.m.t. Samband námuverkamanna, sem eru flestir negrar, og Samband
almennra verkamanna og verkamanna í landbúnaði, sem eru flestir frá
Austur-Indíum.
Náttúruauðæfi.
Mikilvægustu náttúruauðlindir landsins er báxít, sem finnst
í miklu magni milli ánna Berbice og Demerara.
Talsverðar birgðir af magnesium finnst í jörðu við
Matthew’s Ridge í norðvesturhlutanum, u.þ.b. 50 km austan landamæranna
að Venesúela. Demantar
finnast í Mazaruni-ánni og öðrum ám í Pacaraima-fjöllum.
Gull finnst bæði í árseti og neðanjarðar.
Kopar, jarngrýti molybdenum, nikkel, kvartssandur (til glergerðar),
kaólín (postunlínsleir) og grafít finnst einnig í jörðu.
Ríkið hefur stuðlað að olíuleit án árangurs.
Harðviðartré
eru aðalauðlindin í skógum landsins.
Rækjur fyrir ströndinni og nokkrar ferskvatnsfiskar eru uppistaðan
í fiskveiðunum. Steppur
landsins eru nýttar til nautgripabeitar.
Gíana
verður að flytja inn eldsneyti til að knýja farartæki og framleiðslu
rafmagns, sem nær aðeins til íbúa strandhéraðanna og lítið eitt
upp með ánum. Vatnsorka
er talsverð í landinu, einkum við Tiger Hill við Demerara-ána og
Tiboku-fossar í Mazaruni-ánni. Nýting
þessarar orku yrði dýr og erfið vegna þess, hve þessir staðir eru
afskekktir.
Landbúnaður
er takmarkaður við strandlengjuna milli Essezuigo- og Courantyne-ánna.
Landnýtingin byggist enn þá á hinum gömlu áveituaðferðum
Breta og Hollendinga. Ræktanlegt
land er brotið í reinum milli hafs eða næstu ár og fenjanna inni í
landi. Allt umhverfis það
eru skurðir, sem eru bæði nýttir til framræslu og áveitna.
Landið á ströndinni er frjósamt en jarðvegurinn er súr, þannig
að áburðarnotkun er nauðsynleg.
Ræktunin beinist aðallega að kassava, maís, banönum, grænmeti
og sítrusávöxtum. Útflutningsuppskera
byggist á sykurreyr og hrísgrjónum, kaffi og kakó.
Um miðja 20. öldina jókst landbúnaðarframleiðslan vegna vélvæðingar
og stækkunar ræktunarlands. Síðan
staðnaði framleiðslan, þegar efnahagur landsins hrundi.
Kvikfjárrækt er stunduð á Rupununi-sléttunni og í strandhéruðunum
(nautgripir, svín, geitur, sauðfé og hænsni).
Skógarhögg
takmarkast mjög af erfiðum samgöngum, hörðum viðnum og skorti á sögunarmyllum.
Einnig er fátt um geymslur fyrir viðinn og flutningar úr landi
eru erfiðir, þannig að rúmlega helmingur viðarins er seldur á
innanlandsmarkaði. Trjátegundin
Ocotea rodiaei er að mestu flutt úr landi.
Útgerð
hefur aukizt vegna bætts tækjabúnaðar og veiðar og vinnsla hafa
aukið hlut sinn í efnahagslífinu.
Rækjan er að mestu flutt út.
Iðnaður.
Gíana er meðal mestu útflutningslanda báxíts, sem er aðallega
numið við Linden og einnig í minna mæli við Berbice-ána.
Neðar við ána er báxítverksmiðja við Everton.
Demantar
eru enn þá unnir með höndum og ármöl er sogin upp í pramma á ánum
inni í landi. Gullnámið
er í höndum sjálfstæðra gullgrafara og í stórum námum, sem voru
opnaðar síðla á níunda áratugnum og eru undir stjórn kanadísks
fyrirtækis.
Flestar
hinna mörgu hrísgrjónamyllna eru litlar og í einkaeign en meðfram
ströndinni eru nokkrar stórar og ríkisreknar.
Annar iðnaður beinist að framleiðslu neyzluvöru til að
draga úr innflutningi (vindlingar, eldspýtur, matarolíur, smjörlíki,
drykkjarvörur, sápa, þvottaefni, fatnaður, sykur, dýrafóður og
romm).
Verzlun
og viðskipti.
Gíanabanki (1965) hefur leyfi til seðlaútgáfu og annast fjármál
ríkisins og annarra banka. Þrír
helztu viðskiptabankar landsins eru innlendir og aðrir eru útibú
kanadískra og indverskra banka. Önnur
fjármálaþjónusta er í höndum Þróunarbankans, Framkvæmdabankans,
tryggingarfélaga (flest erlend) og rúmlega 1500 samvinnufélaga, sem
eru sparisjóðir og bjóða lán til landbúnaðar.
Helztu
viðskiptalönd Gíana eru BNA, Bretland og Trínídad og Tobago.
Gíana gerðist aðili að Fríverzlunarbandalagi Karíbaríkja
(Carifta) árið 1965. Carifta
varð Caricom 1973. Útflutningurinn
byggist á báxíti, álildi, sykri, hrísgrjónum, rækjum, demöntum,
hrásykri, rommi og timbri. Helztu
innflutningsvörur eru eldsneyti og olíur, vélbúnaður, farartæki,
vefnaðarvörur og matvæli.
Samgöngur.
Hið takmarkaða vegakerfi er að hluta malbikað og að hluta úr
brenndum leir. Þessi vegir
eru aðallega í strandhéruðunum og inni í landinu eru sárafáir
vegir. Járnbrautin meðfram
ströndinni var lögð 1848, hin fyrsta í Suður-Ameríku. Rekstri hennar til farþegaflutninga var hætt á áttunda áratugi
20. aldar en flutningur hráefna frá magnesíumnánunum í Matthews
Ridge til Kaituma-borgar við samnefnda á heldur áfram og líka frá báxítnámunum
milli Ituni og Linden.
Flugfélag
Gíana
annast áætlunarflut innanlands og milli landa.
Timehri-millilandaflugvöllurinn (1968) er 40 km frá Georgetown.
Prammar
og litlir bátar
flytja farþega og landbúnaðarafurðir um skurði á
strandsléttunni. Stærri bátar fara um árósana.
Flotbrú var opnuð yfir Demerara-ána 1978. Hún er eina bruin, sem tengir stór strandsvæði.
Báxít er flutt út frá Linden og magnesíumgrýti frá
Kaituma. Önnur utanríkisviðskipti
fara um höfnina í Georgetown, sem er í sambandi við Vestur-Indíur,
Suriname, Frönsku Gíana, Bretland, Kanada og BNA. |