Núverandi
menning landsins ber enn þá merki nýlendutímans.
Innfæddum var innprentuð evrópsk menning og afstaða þeirra
hefur ekki breytzt, þrátt fyrir hvatningu stjórnvalda.
Þjóðernið er mönnum þó mikilvægt og siðir negra og
austurindísks fólks eru ólíkir á margan hátt.
Daglegur klæðnaður er svipaður meðal allra þjóðernishópa
landsins.
Menning
indíána hefur ekki orðið fyrir miklum utanaðkomandi áhrifum og er
í hávegum höfð í söfnum landsins og hefur veruleg áhrif á tón-
og málaralist. Helztu
menningarstofnanir landsins eru í Georgetown, s.s. Þjóðminjasafnið
og dýragarðurinn. Rithöfundar
landsins hafa lagt sitt af mörkum til bókmennta landsins (Wilson
Harris, A.J. Seymour, Walter Rodney o.fl.).
Afþreying
byggist á hefðum og siðum múslima, hindu og kristinna manna.
Krikket er vinsæl íþrótt, sem hefur breiðzt út um flest
enskumælandi Karíbalönd.
Ríkið
stjórnar næstum öllum fjölmiðlum, útvarpsstöðvum og eina dagblaði
landsins. Andstaðan gegn
ritskoðun hefur stöðugt aukizt. Árið 1988 stofnaði ríkið fyrstu sjónvarpsstöð
landsins rekstur. |