Samkvæmt
hefð skiptist landið í strandhéruðin, þar sem flestir búa, og
innlandið. Íbúarnir á
ströndinni eru sundurleitir, afkomendur verkamannanna á sykurekrunum.
Inni í landi búa aðallega indíánar, þótt þar séu
nokkrir, dreifðir búgarðar og námur.
Langflestir íbúanna búa í dreifbýlinu, aðallega í þorpum
á ströndinni milli ósa ánna Berbice og Courantyne.
Þorpin eru flest í laginu eins og ferhyrningar og tengd
strandveginum. Akrar hvers
þorps teygjast oft marga kílómetra upp frá ströndinni og eru aðskildir
frá ökrum annarra þorpa með skurðum.
Stærð þorpanna er mismunandi, allt frá nokkur hundruð íbúum
til þúsunda. Hús þeirra
eru yfirleitt úr timbri og steinsteypu og standa á straurum á flæðilandinu. Milli þeirra og gatnanna eru brýr yfir framræslu- og áveituskurðina.
Georgetown er aðalhafnarborgin og stærst borga landsins.
Hún er við ósa Demerara-árinnar neðan sjávarmáls og
varnargarðar meðfram ánni og hafinu verja hana flóðum.
Aðrar mikilvægar borgir eru Linden (báxítborgin) og Nýja-Amsterdam
(markaðsborgin) við ósa Berbice-árinnar.
Port Mourant, sykrurreyrsplantekran austan Nýju-Amsterdam, og
Anna Regina, hrísgrjónahéraðið norðan Essequibo-árinnar, eru
markaðsmiðstöðvar í dreifbýlinu á ströndinni.
Indíánar
eru u.þ.b. 4% íbúanna (warao, arawak, karíbar, wapisiana, arecuna og
fjöldi annarra í skógum landsins).
Arecuna-indíánarnir eru kynblendingar Spánverja og arawaka við
Moruka-ána. Makusi-indíánar
eru mest áberandi á steppunum. Nokkuð stórir hópar indíána búa í vesturhlutanum, meðfram
landamærum Venesúela og Brasilíu.
Þeir eru sjaldséðir í öðrum byggðum landsins, þótt
nokkrir þeirra hafi blandast negrum og fólki frá Austur-Indíum.
Allt frá árinu 1970 hefur landið meðfram landamærum landsins
orðið ríkiseign en indíánarnir, sem þar búa hafa haldið óformelgum
eignarrétti alls staðar inni í landinu.
Íbúar
strandhéraðanna eru afkomendur sundurleitra forfeðra.
Elzti hópurinn er afkomendur þræla, sem yfirgáfu akrana eftir
að þrælahald var afnumið 1838 og urðu stjálfstæðir smábændur eða
borgarbúar. Þeir eru u.þ.b.
þriðjungur íbúa landsins. Austurindíar komu í kjölfar þrælanna til að vinna á ökrunum
og eru fjölmennasti hópur landsmanna, u.þ.b. helmingur, og þeim
hefur fjölgar meira ein öðrum þjóðernishópum.
Þeir eru fjölmennasti hópur verkamanna í landbúnaði og
margir eru sjálfstæðir bændur og landeigendur.
Þeir hafa líka komið sér vel fyrir í viðskiptalífinu og njóta
þar góðs orðstírs.
Kínverjar
og Portúgalar komu líka sem landbúnaðarverkamenn en eru nú að
langmestu leyti borgarbúar. Þeir
eru kaupsýslumenn og fagfólk og eru hlutfallslega áhrifameiri en aðrir.
Þeim hefur ekki fjölgað og eru mjög lítill hluti íbúanna.
Evrópumenn, aðrir en Portúgalar, eru fáir og flestir búa aðeins
skamma hríð í landinu. Múlattar
eru kynblendingar hvítra og negra og eru langfjölmennastir.
Flestir þeirra búa í borgum og stór hluti þeirra stundar
skrifstofustörf.
Kristin
trú er útbreiddust (Enska biskupakirkjan og rómversk-katólska) og næst
kemur hindu. Öfgafullir mótmælendur
náðu fótfestu á 20. öldinni, aðallega í Georgetown.
Nokkuð er um múslima og nokkrir ættbálkar indíána stunda trú
forfeðranna (andatrú). Opinbert
tungumál er enska en tunga kreóla, „patois”, er töluð um land
allt. Hindi og urdu heyrist
stundum í hópi eldri íbúa frá Austur-Indíum.
Innflutningur
fólks er ekki lengur mikilvægur.
Brottflutningur og atgervisflótti hafa skapað vandamál, því
að þúsundir flytjast brott ár hvert, aðallega til BNA, Kanada,
Englands og eyjanna í Karíbahafi.
Austurindíar hafa horfið úr landi í stórum hópum vegna pólitískra
ofsókna. Margir þeirra
hafa setzt að handan Courantyne-árinnar í Suriname. |