El Salvador meira,
Flag of El Salvador

ÍBÚARNIR
STJÓRNSÝSLA
NÁTTÚRAN MENNING EFNAHAGUR

EL SALVADOR
MEIRA

Map of El Salvador
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sunnantil í landinu, þar sem það lækkar niður að Kyrrahafsströndinni, er mjó láglendisræma í 30-50 m yfir sjó.  Þar er jarðvegur frjósamur árframburður og hiti og rakastig hátt.  Gróður er þéttur og fjölbreyttur og aðstæður til landbúnaðar góðar.  Norðan Miðhásléttunnar er slétt vatnasvið Lempaárinnar í 400-600 m hæð yfir sjó.  Jarðvegur þar er talsvert súr vegna takmarkaðs afrennslis og því lítt byggður.

Norðurlandamærin liggja um hálendissvæði í 1500-1800 m hæð yfir sjó.  Þarna eru gömul og veðruð eldfjöll.  Ofnýting lands, brattar hlíðar og eyðing skóga hefur leitt til uppblásturs og vatnsveðrunar, sem erfitt er að snúa við.  Norðaustast er lítið eitt af kalklögum við landamæri Hondúras.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM