El Salvador stjórnsýsla,
Flag of El Salvador


EL SALVADOR
STJÓRNSÝSLA

.

.

Utanríkisrnt.

Stjórnsýsla.  Stjórnarskráin frá 1983 gerir ráð fyrir löggjafarþingi, framkvæmda- og dómsvaldi.  Allir ríkisborgarar, 18 ára og eldri, hafa kosningarétt.  Framkvæmdavaldið er í höndum forsetans, sem er kosinn til fimm ára og má ekki bjóða sig fram aftur, ráðherra og embættismanna ríkisins.  Þingið, sem starfar í einni deild, fer með löggjafarvaldið.   Almenningur kýs þing og forseta.  Þingið getur skipað forseta og varaforseta, ef enginn frambjóðenda hefur fengið nægilegan meirihluta atkvæða og getur líka hafnað kjörnum forseta.  Þingmenn eru kosnir til þriggja ára.  Með dómsvaldið fara hæstiréttur (þingið velur dómara) og héraðsdómar samkvæmt lögum þingsins.

Landinu er skipt í 14 héruð (departamentos), sem er skipt í sýslur (distritos) og þeim er skipt í hreppa (municipios).  Hvert hérað hefur héraðsstjóra, sem er fulltrúi ríkisvaldsins.  Hver sýsla hefur sýsluráð, sem er kosið í almennum kosningum.  Fjöldi ráðsmanna fer eftir íbúafjölda hvers héraðs og sýslu.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM