Brunei meira,
Flag of Brunei

[Flag of the United Kingdom]

Bandar Seri Begawan FORMSATRIÐI
SAGAN
GISTING o.fl.
SKOÐUNARVERT
HAGNÝTAR  UPPLÝSINGAR

BRUNEI

Map of Brunei
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Litla furstadæmið Brunei (Negara Brunei Darussalam = Landið Brunei, heimkynni friðarins) er skammt norðan miðbaugs á 5°N og 115°A á stóru Sundaeyjunni Borneó (Kalimantan).  Landið er 5765 km² og að mestu umlukið austur-malæíska fylkinu Sarawak, sem skiptir því í tvennt um fljótsdal Limbang.  Norðurmörk Brunei eru Suður-Kínahaf.  Strandlengjan og stórt landsvæði inn af henni er fenjasvæði vaxið fenjatrjám (mangrove).  Til suðvesturs og suðurs er hæðótt landslag (100-400m), sem hækkar smám saman með regnskógum að fjalllendi, sem rís hæst í Bukit Pagon (1850m).

Islam, jarðolía og jarðgas ráða þjóðfélagsgerð og viðskiptalífi landsins.  Höfuðborgin, trúarleg miðstöð og stjórnsetur landsins, heitir Bandar Seri Begawan.  Þar standa fagrar, márískar stjórnsýslubyggingar í grænum görðum og vöruhús og stórmarkaðir standa þeim lítt að baki, hvað fegurð og stærð snertir.  Auðlind þjóðarinnar, olíu- og gaslindir, eru 100 km suðvestan höfuðborgarinnar í Seria og Kuala Belait og úti fyrir ströndinni á sjávarbotni.  Þær hafa gert íbúana auðuga og lífsskilyrði einhver hin beztu í heimi.  Þetta dvergríki er samt sem áður rólegt og friðsamt land, sem ber margt í skauti fyrir gesti, sem eru reiðubúnir til að glíma við tiltölulega frumstæð skilyrði í landi, þar sem fjöldaferðamennskan hefur ekki haldið innreið sína.

Brunei er á regnskógasvæði hitabeltisins.  Regnskógar þekja 75% landsins og aðrir skógar 20%, þannig að 95% landsins eru gróðri hulin.  Landbúnaður er eingöngu stundaður með ströndum fram.  Hitasveiflur eru ákaflega litlar allt árið um kring og meðalhiti er u.þ.b. 27°C.  Lægsti hiti, sem mælzt hefur var 17°C, og hinn hæsti 37°C.  Árleg meðalúrkoma við ströndina er 2400 mm en mun meiri inni í landi, 7200 mm.  Mest rignir á tímabilunum september til marz og maí/júní.  Á haustin gerir oft kröftugar skúrir.  Loftraki er hár allt árið.

Íbúafjöldinn eru u.þ.b. 250.000 (65% malæjar, 20% kínverjar, 10% dajakar (iban, dusun, murut)).  Restin er vinnuafl frá öðrum hlutum Malasíu, Indlandi, Nepal, Pakistan, Kóreu, Japan og Filipseyjum.  Evrópumenn (Bretar, Hollendingar), Bandaríkjamenn og Ástralar eru að mestu á olíusvæðunum.

U.þ.b. 60% íbúanna eru múslimar (islam er ríkistrú).  Minnihlutahópar eru Buddhatrúar og kristnir.  Sátt og samlyndi er um trúarbrögðin í landinu.

Opinbert tungumál er malæíska (Bahasa Melayu), en enska er víðast töluð vegna hinna nánu sambanda við Breta fyrrum.  Kínverska þjóðarbrotið talar ýmsar kínverskar mállýzkur.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM