Brunei sagan,
Flag of Brunei

[Flag of the United Kingdom]


BRUNEI
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Þegar skip Magellans kom til baka frá Filipseyjum árið 1521 til Brunei, varð þar til öflugt ríki múslima, sem teygði anga sína frá Norður-Borneó til Filipseyja.  Minjagripir, litlar fallbyssur, rekja uppruna síns til þessa tíma, þegar flotaveldi ýmissa ríkja við S.-Kínahaf stóð í blóma.  Áhrif Brunei dvínuðu vegna aðsópsmikilla sjóræningja og nýlendustefnu ýmissa Evrópuríkja.
1842 náðu Bretar Sarawak undir sig ásamt eyjunni Labuan, sem var áður miðstöð sjóræningja (á 18. öld) og hét Sultana.
1848 stofnuðu Bretar Brezku-Norður-Borneo (Sabah) og 1888 varð Brunei að brezku verndarsvæði.

1906 voru íbúarnir gerðir að brezkum ríkisborgurum.

1929 fundust ríkar jarðolíulindir við Seria og síðan víðar.  Þær ollu mikilli uppsveiflu á viðskiptasviðinu, sem ekki hefur dalað enn þá.

1959 fékk Brunei heimastjórn, en Bretar sáu um utanríkis- og varnarmál.

1962 var þáverandi soldáni, Sir Omar Ali Saifuddin III, sem ríkt hafði frá 1950, steypt af stóli .  Hann var faðir núverandi soldáns.  Brezkar herdeildir frá Singapúr bældu uppreisnina niður.  Þessir viðburðir ollu því, að Brunei gerðist hluti af Sambandslýðveli Malaysiu árið 1963.

1967 fékk Sir Omar Ali Saifuddin III syni sínum, Sir Muda Haassanal Bolkiah Muissaddin Waddaulah, völdin í hendur.  Hann var krýndur soldán árið 1968 og er talinn meðal ríkustu manna heims.  Hann hefur m.a. keypt risahótelkeðjur víða um heim, s.s. í Singapúr (Holiday-inn), Manila (Mandarin) og London (Dorchester).  Ein af ástríðum hans eru lúxusbílar, en hann á ekki færri en 100 slíka.  Hann hefur líka gert sig gildandi í pólóspili.

1984 varð Brunei að sjálfstæðu ríki, sem er meðlimur í ASEAN ásamt Tælandi, Filipseyjum, Malaysiu, Singapúr og Indónesíu.  Ríkið er enn þá hluti af Brezka samveldinu og aðili að Sameinuðu þjóðunum.

Í þessu einræðisríki ræður soldáninn.  Honum til halds og trausts er ráðherraráð, sem kemur saman við og við.  Tuttugu manna löggjafarráð (dewan Mahilis) er sýndarþing.  Soldáninn ræður öllu, sem hann vill ráða.  Landinu er skipt í fjögur stjórnsýslusvæði.  Nokkrir brezkir foringjar og gúrkaherdeild hafa aðsetur í landinu með samþykki soldánsins.  Borgarar þessa litla velferðarríkis greiða engan tekjuskatt.  Ríkið stendur að fullu undir heilsugæzlunni og skólakerfinu.  Pílagrímaferðir til Mekka, sem eru næstum órjúfanleg kvöð fyrir múslima, eru niðurgreiddar og fólk fær hagstæð lán til fasteigna- og bifreiðakaupa.

Velferðin í landinu byggist næstum eingöngu á mikilum olíu- og gaslindum, sem brezka olíufélagið Shell annast að miklu leyti og 98% alls útflutnings er tengdur olíu- og gasvinnslu.  Lítið eitt er flutt út af landbúnaðarvörum og timbri, s.s. hrágúmmí, krydd (pipar) og raminviði (byggingarefni).  Bruneibúar verða að flytja flestar nauðsynjavörur inn, s.s. 80% hrísgrjónanna, sem er aðalfæðan.  Þeir eru sjálfum sér nægir með ávexti og grænmeti.  Ríkið rekur nautgripabú í Norður-Ástralíu til að standa undir eftirspurn eftir nautakjöti.  Þessi búgarður er stærri að flatarmáli en Brunei.  Vegna hins ófullnægjandi félagslega og efnahagslega grunns landsins eru skógar landsins lítt nýttir.  Forneskjulegur fiskveiðifloti landsins er fjarri því að fullnýta fiskimið landsins.  Olíu- og gaslindir landsins munu ekki endast lengur en til ársins 2015, þannig að þegar er farið að huga að möguleikum á öðrum sviðum viðskipta og iðnaðar.  Fyrirtæki í Vestur-Evrópu og Japan hafa sýnt áhuga á að fjár-festa í landinu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM