Brunei ýmislegt,
Flag of Brunei

[Flag of the United Kingdom]


BRUNEI
ÝMISLEGT

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Allir gestir og ferðamenn, sem koma til landsins, verða að hafa gilt vegabréf.  Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til landsins.  Komustimpill til landsins innifelur venjulega leyfi til tveggja vikna dvalar í landinu en það er hægt að fá dvölina framlengda í höfuðborginni.  Krafizt er bólusetningarvottorðs gegn kóleru, komi fólk frá smitsvæðum.  Alþjóðlegs ökuskírteinis er krafizt, vilji fólk aka sjálft um landið (vinstri umferð).

Tollur Heimilt er að flytja inn persónulega muni til eigin þarfa auk 200 vindlinga, 250 gr af píputóbaki og ¼ l af áfengi (bjór, vín, brennt vín).  Komi fólk með eigin farartæki með sér, verður að leggja fram sérstök plögg varðandi ferð þeirra yfir landamæri.  Eyjan Labuan (35 km norðaustan Brunei), sem tilheyrir Sabahríkinu í Malasíu er tollfrjálst svæði.

Gjaldmiðill Brunei er:  1 ringgit (Brunei-dalur; BR $) = 100 sen (Brunei-sent; c).  Þar að auki er Singapúrdalur í umferð og malæískt ringgit er líka víða notað.  Seðlar í umferð eru:  1, 5, 10, 50, 100, 500 og 1000 ringgit.  Myntir í notkun eru (allar kringlóttar):  1, 5, 10, 20 og 50 sen.  Þar að auki eru sjaldgæfari myntir 1 og 15 ringgit og eftirsótta silfurpeninga, 10 og 50 ringgit, og gullpeninga, 750 og 1000 ringgit.

Inn- og útflutningur gjaldmiðils Brunei og annarra landa er ótakmarkaður.

Kreditkort:  BankAmerica (Visa), Diners Club, MarsterCard (Eurocard).

Umferðarreglur Í Brunei er vinstri umferð.  Hámarkshraði á hraðbrautum er 60 mílur (96 km), 30 mílur (48 km) á þjóðvegum og 20 mílur (32 km) í þéttbýli.

Tungan Bruneibúar tala malæ auk kínverskra mállýzkna og tungna frumbyggjanna.  Enska er víðast töluð.  Hún er kennd í skólum og oft notuð í alls konar tilkynningum.  Eina dagblaðið, sem er gefið út í Brunei, Borneo Bulletin, kemur út einu sinni í viku á ensku.

Tími Níu klukkustunda mismunur er milli Íslands og Brunei (+9).

Mál og vog Metrakerfið og brezka kerfið.

Rafmagn 230 volta riðstraumur (50 Hertz).  Innstungur eru þriggja gata (brezka kerfið).  Nauðsynlegt að hafa með sér millistykki eða kaupa þau á staðnum.

Póstur og sími Flugpóstur til Evrópu kostar:  20 sen fyrir kort og 80 sen fyrir allt að 10 gr bréf.  Póstkassar eru rauðir.

Lögboðnir frídagar 1. janúar, 23. febrúar, 27. apríl, ca. 23. og 31. maí, ca. 6, 19. og 20. júní, 15. júlí, ca. 25. ágúst, ca. 14. september og 29. september, ca. 25. nóvember, 25. og 26. desember.

Viðskiptatími
Opinberar stofnanir:  Mánud. - fimmtud. og laugard. kl. 07:45-12:15 og 13:30-16:30; lokað á föstud. og sunnud.
Bankar:  Mánud. - föstud. kl. 09:00-12:00 og 14:00-15:00, laugard. 09:00-11:00; lokað á sunnud.
Verzlanir í Bandar Seri Begawan og Kuala Belait eru lokaðar á föstud. en venjulega opnar aðra daga kl. 07:30-19:00, sumar til skiptis til kl. 22:00.

Klæðnaður Bezt er að klæðast léttum og víðum fatnaði úr náttúruefnum allt árið.

Heilsan Kranavatn er víðast drykkjarhæft nema um regntímann (nóvember/desember), þegar vísara er að sjóða það fyrir neyzlu.  Heilsuþjónusta er ókeypis fyrir alla, bæði innfædda og ferðamenn.  Heilbrigðiskerfið og þjónunsta sjúkrabíla er veluppbyggð og fjöldi sjúkrahúsa er í landinu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM