Sendiráð
og ræðisskrifstofur
Brunei
High Commission, 49 Cromwell Road, GB London SW 7 2 ED, Tel. 5 81 05 21.
Annars staðar annast brezku sendiráðin um allan heim alls
konar viðskipti, sem varða Brunei.
Ræðismaður
Íslands í Singapúr
Skrifstofa: Hilton Tower #12-15 9 Leonie
Hill , Singapore
Sími: 732 2697
Fax: 732 3587
Netfang:
psmchin@singnet.com.sg
Heimili: 67 Grange Road #02-02 Grange Road Apartments
Ólaunaður.
Heimilisföng
í Brunei
Ferðamálaráð
ríkisins:
Government Tourist Office (GTO) er í húsi ríkisráðsins í
Bandar Seri Begawan.
Upplýsingabás í flugstöð.
Ríkisflugfélagið:
Royal Brunei Airlines, P.O.Box 737, Bandar Seri Begawan, sími
32531.
FERÐALEIÐIR
OG SAMGÖNGUTÆKI
Flug
Það
er einfaldast að koma fljúgandi til landsins.
Alþjóðaflugvöllurinn í 5 km fjarlægð frá Bandar Seri
Begawan var opnaður árið 1973. Þar
geta flugvélar af öllum stærðum og gerðum lent og hafið sig til
flugs. Ríkisflugfélagið
Royal Brunei Airlines fljúga reglulega milli Bandar Seri Begawan og fjölda
annarra borga heims.
Samgöngur á sjó
Reglulegar
ferðir flutninga- og farþegaskipa á milli Singapúr og annarra hafna
í Sarawak (A-Malasíu) og Kuala Belait.
Nokkur farþegaskip sigla á milli Viktoríuhafnar og tollfrjálsu
eyjarinnar Labuan í Sabah (A-Malasíu).
Þaðan er hægt að sigla með farþegaferju til Bandar Seri
Begawan. Um þessar mundir
er ekki boðið upp á slíka umferð um stórskipahöfnina Muara, nyrzt
í Brunei.
Vegakerfið
Eina
leiðin á landi til Brunei er malarvegur frá olíuborginni Miri í
Sarawak (A-Malasía). Á
leiðinni þaðan til Kuala Belait þarf að nota tvær ferjur.
Innanlands
Innanlandsflug
og járnbrautaferðir standa ekki til boða í landinu.
Rútur
Rútuferðir
eru um aðalþéttbýli og milli þeirra.
Fargjöld eru ódýr en ferðir eru mjög óreglulegar.
Leigubílar
Fjöldi
leigubíla er mjög takmarkaður og þeir eru einu opinberu samgöngutækin
milli flugvallarins og höfuðborgarinnar.
Enginn leigubílanna er með gjaldmæli, þannig að nauðsynlegt
er að semja um verðið fyrir ferð.
Bílaleigur
Vinstri
umferð!!! Á flugvellinum
og í nokkrum hótelum er hægt að leigja bíla til að aka sjálfur.
Avis-bílaleigan er með útibú í Bandar Seri Begawan (Hotel
Sheraton Utama, s. 27100) og í Kuala Belait (Hotel Sea View, s. 33390).
Hertz er líka í höfuðborginni U01-B Bangunan Gadong
Porperties, Mile 2¼ Jalan Gadong; s. 20388 og 21816).
Samgöngur á sjó
Lítil
farþegaskip og leigubátar annast reglulegar ferðir á Sungai Brunei
og á Sungai Limbang til Limbang í Sarawak (A-Malasía).
Fargjöldin eru gefin upp á skiltum á brottfararstöðum.
Farþegaferjur sigla milli Bandar Seri Begawan og austurmalæísku
eyjarinnar Labuan.
Skipulagðar skoðunarferðir
Ferðaskrifstofa
ríkisins annast bæjarferðir í höfuðborginni og ferðir út fyrir
hana. Með tilliti til smæðar
landsins er auðvelt að skoða hið markverðasta á eigin spýtur í bátsferðum
eða að leigja sér bíl til þess.
HÁTÍÐADAGATAL
Islamskar
hátíðir eru ríkjandi í landinu.
Þær eru haldnar samkvæmt tunglalmanakinu og ber því ekki upp
á sömu daga árlega samkvæmt okkar dagatali.
Hátíðisdaga, sem eru byggðir á pólitík eða kristni, ber
aftur á móti alltaf upp á sömu daga árlega.
Fastir hátíðisdagar
Nýársdagur
(1. jan.), Þjóðhátíðardagurinn
(23. febr.), Stríðsdagurinn (31. maí),
Afmælisdagur soldánsins (15. júlí ; 1993), Stjórnarskrárdagurinn
( 29. sept.), jólin (25. og 26. des.).
Breytilegir hátíðisdagar
Hari
Raya Haji, til minningar um fórn Abrahams spámanns.
Múslimar fara í moskur; Kínverska
nýárið, sem kínverjar halda hátíðlegt, fara í ný föt, heimsækja
vini og borða hátíðarmat (jan./febr.);
Nýárshátíð múslima, helguð fyrsta degi í Hedshra;
Maulud, 10. dagur nýja islamska ársins;
Me'raj, til minningar um uppstigningu Múhammeðs spámanns;
Fyrsti dagur föstumánaðarins Ramadan;
Kóranhátíðin, helguð afhjúpun Kóransins; Hari Raya Puasa, hátíð í lok Ramadan (2 dagar). |