Hér
á eftir verða talin upp valin hótel í stafrófsröð.
Þau eru í þremur verðflokkum: US$ 90>, US$ 60 - 90 og US$
40 - 60 fyrir nóttina á mann.
Tveggja manna herbergi eru að jafnaði 25% dýrari og að auki
kemur 10% þjónustugjald.
Sérstakar skammstafanir: a.m. = asískur matur; e.m. = evrópskur
matur; sl. = sundlaug; sv. = sjónvarp.
Eina
hótelið, sem nær alþjóðastaðli er Sheraton Utama hótelið í
Bandar Seri Begawan, þótt þjónustunni þar sé stundum áfátt.
Litlu kínversku hótelin, sem fólk þarf aðstoð innfæddra við
að finna, veita mörg góða þjónustu.
Bandar
Seri Begawan: Sheraton
Utama (A; sv., e.m., a.m.), Jalan Bendahara;
Ang's (B; sv., e.m., a.m.), Jalan Tasek Lama;
Brunei (C; e.m., a.m.), Jalan Chevalier;
Capital Hostel (C; sv.), Kampong Barangan;
National Inn (C; sv., e.m., a.m.), Jalan Tutong.
Kuala
Belait:
Seaview (C; sv., e.m.), Jalan Seria; Sentosa (C; a.m.), Jalan
Mckemon.
MATUR
OG
DRYKKUR,
Veitingastaðir
stóru hótelanna eru hinir einu, sem framreiða vestrænan og kínverskan
mat auk innlendra rétta.
Nokkrar kaffistofur í Bandar Seri Begawan bjóða bragðgóða
karrírétti og múslimska rétti.
Auk þess bjóða nokkur kínversk veitingahús áfenga drykki.
Islam bannar neyzlu áfengis og þar af leiðandi eru fáar
undantekningar frá reglunni.
Í höfuðborginni eru barir eingöngu í hótel Sheraton Utama,
Ang's og Grill Room Restaurant. |