Á Hawaii eru
afkomendur frumbyggjanna, sæfaranna, sem komu til eyjanna á 19. öld,
trúboðanna frá klaustrum Nýja-Englands, sem innleiddu vestræna siði,
Asíumanna og Portúgala, sem komu til að vinna á sykurreyrs- og
ananasekrunum. Talsverður fjöldi fólks frá meginlandi N.-Ameríku
starfar í herstöðvum flota og flughers BNA, þannig að eyjaskeggjar
blandast stöðugt meira.
Tilvist
þessara herstöðva er mikilvæg tekjulind Hawaiiríkis.
Ræktun og vinnsla sykurs og ananas, sem landbúnaðurinn byggist
aðallega á, er orðinn mjög tæknivædd.
Síðan Hawaii varð sambandsríki hefur fjölbreytnin í landbúnaðnum
aukizt gífurleg. Síðari
heimsstyrjöldin olli mikilli samkennd og einhug meðal íbúanna og gífurlegum
framförum í iðnaði. Þessi
þróun hefur ekki dregið úr náttúrufegurð eyjanna og ferðaþjónustan
hefur verið aðalatvinnuvegur eyjanna frá 1972.
Allir íbúarnir, gulir, brúnir, svartir og hvítir, vinna saman
í fullri sátt og samlyndi að uppbyggingu þessarar atvinnugreinar og
skapa þannig fagurt fordæmi fyrir þjóðir heims.
Þetta
fimmtugasta ríki BNA er jafnframt hið óvenjulegasta.
Það er að mestu í hitabeltinu.
Þar eru stærstu virku og óvirku eldfjöll heims.
Það er eina ríki BNA, sem er landfræðilega ótengt norðurameríska
meginlandinu. Það er eina
ríkið, sem var fyrrum sjálfstætt konungsríki og hið eina, sem státar
af konungshöll. Það er líka eina ríkið, sem er einvörðungu eyjar og hið
eina, þar sem búa einungis Bandaríkjamenn af evrópskum stofni.
Auknefni
Hawaii, „Aloha ríkið”, á rætur sínar að rekja til tungumálsins,
sem var ríkjandi á eyjunum á 19. öld.
Aloha þýðir „ást” og er notað sem kveðja, bæði við
komu og brottför fólks. Eyjarnar
eru líka kallaðar „Paradís Kyrrahafsins”.
Mark Twain lýsti eyjunum svo:
„Fallegasti floti eyja, sem liggur fyrir akkeri í nokkru hafi
í heiminum.” Nafn
eyjanna gæti verið komið af orðinu „Hawaiki”, fyrrum nafni Félagseyja,
þar sem búa pólýnesar. Samkvæmt
þjóðsögunni hét maðurinn, sem uppgötvaði eyjarnar Hawaii Loa. |