Hawaii sagan Bandaríkin,
Flag of United States

Skoðunarvert      

HAWAII,
SÖGUÁGRIP

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Milli 300 og 600 voru eyjarnar byggðar pólýnesum, sem taldir eru hafa komið frá Tahiti.

1778     kom James Cook, skipstjóri, til eyjanna og nefndi þær „Sandwich-eyjar” eftir jarlinum af Sandwich.

1792-4  kom George Vancouver þrisvar til eyjanna.  Hann flutti þangað nautgripi og sauðfé.

1795     sigraði Hamehameha, konungur, í orrustu í Nuuanudal og hernam flestar eyjarnar. Hann lýsti yfir konungsdæmi sínu á öllum eyjunum og ríki hans stóð til 1893.

1819     kom fyrsti hvalveiðarinn til Honolulu.  Hvalveiðar náðu hámarki 1858.  Fornir trúarlegir bannsiðir afnumdir.

1820     komu fyrstu trúboðarnir frá Nýja-Englandi og skipuleggja skóla.

1835     hófu þrír Ný-Englendingar ræktun sykurreyrs á fyrstu plantekrunni, Ladd & Company, með góðum árangri.

1840     Kamehameha III, konungur, tók í gildi stjórnarskrá sína.

1848     var landareignum aðalsins skipt (Great Mahele).

1849     var fyrsti samningurinn við BNA gerður.

1875     var gagnkvæmur fríverzlunarsamningur gerður við BNA.  Sykuriðnaður naut góðs af.

1886     stofnaði John Kidwell, skipstjóri, ananasiðnaðinn.  Niðursuða hófst 1892.

1887     var BNA veittur einkaréttur til að nota Perluhöfn sem vista- og viðgerðahöfn.  Árið 1908 veitti þingið samþykki sitt til notkunar hafnarinnar sem miðstöðvar sjóhersins.

1893     veltu byltingarmenn Liliuokalani drottningu úr sessi, stofnuðu bráðabirðgastjórn í von um aðild að BNA.  Sanford B. Dole kosinn forseti Hawaii.

1894     varð Hawaii lýðveldi.

1898     undirritaði William McKinley, forseti BNA, yfirlýsinguna um aðild Hawaii að BNA sem verndarsvæði (7. júlí).

1900     löggilti þingið aðildina.

1901     var fyrsta arðbæra ananasfyrirtækið stofnað.

1903     lagði þing Hawaii inn fyrstu umsóknina um fulla viðurkenningu Hawaii sem sambands-ríkis.  Fyrsti símskeytakapallinn til meginlands N.-Ameríku.

1906     var Rugervirki reist.  Shafter- og Armstrongvirkin reist 1907.  Schofield herstöðin og virkin Kamehameha og DeRussy árið 1909.

1907     var Hawaiiháskóli stofnaður í Honolulu.

1916     var Hawaiiþjóðgarðurinn stofnaður.  Eldfjallaþjóðgarðurinn á Hawaiieyju og Haleakala-þjóðgarðurinn á Maui stofnaðir 1961.

1927     var flogið fyrst frá meginlandi N.-Ameríku án millilendingar til Hawaii.

1929     var innanlandsflug hafið.

1931     var byrjað að nota símakapal milli eyjanna og yfir Kyrrahafið.

1935     hóf flugfélagið „China Clipper” áætlunarflug frá San Francisco til Hololulu.

1941     réðust Japanar á Perluhöfn.

1947     féll fyrsta frumvarpið um aðild Hawaii að BNA í öldungadeild Bandaríkjaþings.

1950     var stjórnarskrá Hawaiiríkis samin.  Hún gekk í gildi 1959.

1952     hófust fyrstu útsendingar sjónvarps á eyjunum.

1959     varð Hawaii 50. ríki BNA.

1961     var „City of Refuge National Historical Park” (þjóðsögugarðurinn) stofnaður.

1968     var lokið við byggingu þinghússins.

1972     var fyrsti læknaskóli landsins viðurkenndur.  Fyrsti lögskólinn var stofnaður 1973.

1974     varð George Ariyoshi fyrsti ríkisstjóri landsins af japönskum uppruna.

1982     varð íbúafjöldinn meiri en milljón manns.

1986     gaus Kilauea og eyddi fjölda bygginga.  Rúmlega 400 manns var fluttur brott.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM