Hawaii skoðunarvert Bandaríkin,
Flag of United States


HAWAII
Skoðunarverðir staðir

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ala Moana garðurinn er í Honolulu.  Ströndin er 48 ha.

Bishopsafnið er í Honolulu.  Minjar um menningu pólýnesa og Hawaiibúa.  Náttúrugripasafn.

Svartaströnd er í Kalapana (Black Sand Beach).

Cook minnismerkið er við Kealakekuaflóa, þar sem innfæddir drápu landkönnuðinn.

City of Refuge National Historical Park er nærri Keokea.  Rústir forns helgistaðar.  Forsöguleg heimkynni íbúanna.

Konunglegu fiskitjarnirnar.  Fallegt útsýni yfir strandlengjuna.

Demantahnjúkur (Diamond Head) er gígur, sem gnæfir yfir Waikikiströndina.

Austur-vestur miðstöðin er í Honolulu.  Alríkisskóli fyrir bandaríska- og asíska stúdenta.

Fostergarðarnir eru í Honolulu.  Blómstrandi brönugrös.  Safn hitabeltisplantna og -trjáa.

Halawadalurinn er í grennd við Halawa á Molakieyju.  Afarfagur dalur.

Haleakalaþjóðgarðurinn er nærri Koali.  Kyrrvirkt eldfjall (3.056 m).  Einn stærsti eldgígur heims.  Fuglalíf.

Hana.  Fallegir fossar, klettar og strendur.

Hanaleidalurinn er í grennd við Hanalei.  Náttúrufegurð.

Eldfjallagarður Hawaii er nærri Eldfjallaborg.  Tvö virk eldfjöll.  Fágætar plöntur og dýr.

Hickamvellir eru nærri Honolulu.  Flugherstöð.

Sædýrasafn Honolulu.

Þjóðarminnismerkið Iaodalur er í grennd við Wailuku.  670 m hár einsteinungur, sem er kallaður „Nálin”.

Iolanihöllin í Honolulu.  Fyrrum konungshöll og þinghús.

Kalaupapaskaginn er á miðri norðurströnd Molokai.  Holdsveikraspítali (Hansen's Disease Treatment Center).

Kapiolanigarðurinn er í Honolulu.  Útitónleikar.  Dýragarður.

Keaiwa Heiau útivistarsvæðið er nærri Aiea.  Gamalt lækningahof.  Safn lækningajurta.  Göngu-stígar og lautarferðastaðir.

Konaströndin.  Vesturströnd Hawaiieyjar.  Kaffiræktun, sjóstangaveiði.

Lava Tree þjóðarminnismerkið er nærri Pahoa.  Áhugaverðar hraunmyndanir.

McKenzie útivistarsvæðið er nærri Kalapana.

Manuka State Wayside er nærri Naatehu.  Grasagarður.

Mauna Kea útivistarsvæðið er í grennd við Honolulu.  Eitt hæsta fjall Hawaiieyja.  Skotveiðar.  Göngustígar.

Menehunetjörnin nærri Lihue.  Fyrstu íbúar eyjanna, hinir þjóðsagnakenndu Menehunar, byggðu hana.

Mormónahofið í Laie.  Stórt og mikið guðshús.

Þjóðargrafreitur Kyrrahafsins (National Memorial Cemetery of the Pacific) er í Skálargíg (Punch-bowl Crater) í Honolulu.

Nuuanugarðurinn.  Fjallaskarð í grennd við Honolulu.

Gamla Rússavirkið er nærri Waimea.  Byggt 1817.

Parker búgarðurinn er nærri Kamuela.  Geysistórt nautgripabú.

Perluhöfn.  Sjóherstöð í grennd við Honolulu.

Puu Ualakaa State Wayside er nærri Honolulu.  Frábært útsýni.

Sumarhöll Emmu drottningar er í Honolulu.  Sumarbústaður fyrrum drottningar.

Konunglega grafhýsið er í Honolulu.  Þar liggja hawaísku konungarnir grafnir.

Scofield Barracks er landherstöð nærri Wahiawa.

Spouting Horn of Koloa er nærri Eleele.  Goshver.

Hawaiiháskóli er í Honolulu, Manoa og Hilo.

Waikikiströnd er nærri Honolulu.  Fræg strönd.  Brimbrun.

Wailoa River útivistarsvæðið er nærri Hilo.  Manngerður garður, stangaveiði, bátaleiga.

Wailua River þjóðgarðurinn er nærri Kapaa.  Fyrrum konunglegur kókospálmalundur.  Tjaldstæði, vatnaíþróttir.  Burknahellir.  Opaekaafossar.

Waimea Canyon þjóðgarðurinn er nærri Kekaha.  Djúpt gljúfur Waimeaárinnar.  Skot- og stangaveiði.

Wet and Dry Caves of Haena eru miklar hellahvelfingar í Haena.

Bækur um Hawaiieyjar.
Carpenter, Allan.  Hawaii, endurskoðuð útgáfa (Childrens, 1979).
Feeney, Stephanie.  Hawaii is a Rainbow (Hawaiiháskóli 1985).
Fradin, Dennis.  Hawaii í orðum og myndum (Childrens, 1980).
Lye, Keith.  Ferðastu til Hawaii (Watts, 1988).
McNair, Sylvia.  Ameríka er fögur:  Hawaii (Childrens, 1990).
Morgan, J.R.  Hawaii:  Landafræði (Westview, 1983).
Nordyke, E.C.  The Peopling of Hawaii, önnur útgáfa (Hawaiiháskóli 1989)
Rublowsky, John.  Fædd af eldi:  Jarðfræðisaga Hawaii (Harper, 1981).
Tabrah, Ruth.  Hawaii:  Sagan (Norton, 1984).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM