Sumarið
eilífa á Hawaiieyjum veldur mikilli útivist heimamanna og gesta.
Mörg hús eru með veröndum (lanais) og fólk flykkist á
strendurnar, s.s. Waikiki, sem er ein frægasta strönd heims.
Ein vinsælasta íþróttin á Hawaiieyjum er brim- og
seglbrettabrun. Brimbrettabrun
var fyrrum íþrótt konunga og höfðingja á eyjunum.
Brimbrun í hawaísku kanóunum er líka vinsælt.
Tækjaköfun, hlaup, fiskveiðar með spjótum og margar áhorfendaíþróttir
eru vinsælar. Árlega fer
ruðningskeppni atvinnuliða fram á Hawaii.
Útihátíðir
(luaus) eru vinsælar. Þar
eru borin fram heil svín, sem eru steikt á heitum steinum
í gröfum.
Þjóðarrétturinn „poi” er líka á borðum.
Skemmtiatriði eru oft þjóðlegir söngvar og dansar, einkum
hinn mjúki „húladans”, sem er samspil orða, hljómfalls og
hreyfinga. Þessi dans á rætur
að rekja til heiðinna trúarathafna hinna pólýnesísku forfeðra
Hawaiibúa.
Á
öllum aðaleyjunum er fjöldi stranda, skemmtigarða og annarra afþreyingarmöguleika.
Á Oahu eru rúmlega 260 afþreyingarsvæði.
Meðal áhugaverðustu svæðanna á Hawaiieyjum er Eldfjallaþjóðgarðurinn
á Hawaii með tveimur virkum eldfjöllum og minnismerkið um USS
Arizona, þar sem skipinu var sökkt í Perluhöfn 7. des. 1941.
Alls eru sjö þjóðarminnismerki í Hawaiiríki, þ.m.t. þjóðgarðar
og sögugarðar, 77 ríkisgarðar og 569 sýslugarðar.
Ferðamenn
skoða gjarnan Iolanihöllina með krýningarsalnum, málverkum af kóngafólkinu,
eftirlíkingum af hásætum og fjaðrabúningum (kahilis).
Kalakaua konungur lét byggja höllina árið 1882 og bjó þar
til dauðadags árið 1891. Árið
1893, þegar Liliuokalani drottingu var steypt af stóli og bráðabirgðastjórn
tók við, var höllin notuð sem stjórnsýslusetur.
Löggjafarþing kom þar saman frá 1895 þar til lokið var við
smíði ríkisþinghússins 1968.
Hinar
upprunalegu rammabyggingar amerísku trúboðanna draga líka til sín
marga gesti. Í Listaháskóla
Honolulu, þar sem eru 30 sýningarsalir, eru haldnir fyrirlestrar.
Bernice P. Bishop-safnið (1889) er stórkostlegt sögusafn um pólýnesa.
Í Fostergrasagarðinum er margt óvenjulegra hitabeltistrjáa og
plantna af Kyrrahafssvæðinu. |