Pólýnesar
festu byggð á Hawaiieyjum fyrir rúmum 1.500 árum.
Þeir voru sæfarar frá Suðaustur-Asíu.
Lítið er vitað um komu þeirra annað en það sem kemur fram
í þjóðsögum.
Eyjaklasinn
varð fyrst kunnur Vesturlandabúum árið 1778 og þar með hófst skráð
saga hans. James Cook,
skipstjóri og brezkur landkönnuður, kom þá til eyjanna í einum leiðangra
sinna. Hann kallaði þær
„Samlokueyjar” eftir jarlinum af Sandwich. Þá voru mörg konungsríki
á eyjunum. Árið 1810 hafði einum höfðingja eða konungi tekizt að
brjóta allar eyjarnar undir yfirráð sín.
Upp frá því voru Kamehameha I og afkomendur hans við völd í
næstum eina öld.
Árið
1820 komu fyrstu hópar bandarískra trúboða frá Nýja-Englandi á
skipinu Thaddeus. Aðrir trúboðar,
bæði frá Evrópu og BNA, komu í kjölfarið. Þeir urðu ráðgjafar konunga eyjanna, gerðu stjórn
eyjanna frjálslegri og stuðluðu að bættri menntun og skriftarkunnáttu
innfæddra. Kristni varð
þjóðartrú, bæði lútersk og rómversk-katólsk.
Þegar
árið 1826 gerði bandarískur skipstjóri viðskiptasamning við landið.
Hvalveiðiskip frá Nýja-Englandi og skip skinnakaupmanna frá Rússnesku-Ameríku
áttu bækistöðvar á Hawaii. Næstu
áratugina jukust viðskipti gífurlega.
Innlimun
í BNA. Árið
1858 sótti konungsríkið Hawaii um aðild að BNA en var hafnað.
Árið 1893 reyndi Liliuokalani drottning að koma að annarri
stjórnarskrá en forveri hennar á valdastóli hafði knúið fram árið
1887. Þetta olli til
byltingar, sem hópur innflytjenda, flestir bandarískir viðskiptajöfrar,
stóðu fyrir og leiddi til
þess, að konungsdæmið var lagt niður.
Nýja
ríkisstjórnin sótti aftur um aðild að BNA.
Þessari umsókn var líka hafnað og þá var stofnað lýðveldi
á eyjunum árið 1984 með Sanford Ballard Dole sem forseta.
Loks var gerður samningur um innlimun eyjanna í BNA árið 1898
og um aldamótin varð Hawaii að verndarsvæði.
Fólkið fékk meiri stjórnmálaleg völd en það hafði haft
undir konungsstjórn. Bandarískar
stofnanir og áhrif breiddust út og efnahagurinn sveiflaðist upp á við.
Perluhöfn
og síðari heimsstyrjöldin. Perluhöfn
á Oahu varð umráðasvæði sambandsstjórnarinnar sem vistastöð og
slippur fyrir bandarísk skip samkvæmt ákvæðum samningsins frá
1887. Árið 1908, þegar
farið var að efla her-flotann, hófst bygging stórrar stöðvar fyrir
hann þar. Herstjórnin lét
samtímis byggja Schofield-braggana og bæði landherinn og flotinn juku
umsvif sín á staðnum.
Hinn
7. desember 1941 gerðu Japanar loftárásir á Perluhöfn.
Honolulu var eina borgin í BNA, sem varð fyrir árásum í síðari
heimsstyrjöldinni. Óttast
var um innrás og landherinn lýsti yfir herlögum í ríkinu (síðar dæmd
ólögleg aðgerð í hæstarétti BNA).
Lýðræðislegri stjórn var ekki komið aftur á fyrr en í
oktober 1944. Búseta rúmlega
150.000 manns af japönskum uppruna olli miklum taugatitringi. Þeir/þær,
sem voru grunaðir/grunaðar um forystuhlutverk meðal þess, voru lokuð
inni í fangelsum, en allur fjöldinn vann við friðsamleg verkefni á
plantekrunum og við bygg-ingarstörf.
Herdeildir í Bandaríkjaher, skipaðar Japönum, gátu sér góðan
orðstír í bardögum á Ítalíu í styrjöldinni.
Sambandsríki. Að
lokinni heimsstyrjöldinni endurnýjuðu Hawaiibúar umsókn sína um aðild
að BNA. Frumvarp í þá
veru var afgreitt í fulltrúadeild þings BNA árið 1947 en öldungadeildin
var þrándur í götu. Loks
komst frumvarpið í gegn 12. marz 1959.
Hawaii varð fimmtugasta ríki BNA.
Hinn 27. júní sama ár samþykktu hawaískir kjósendur aðildina. Dwight D. Eisenhower undirritaði yfirlýsing-una um hana.
Hún tók gildi 21. ágúst 1950.
Eftir
aðildina dafnaði efnahagurinn, fjölbreytni í iðnaði jókst gífurlega
og ferðaþjónustan blómstraði. Samþykkt var sérstök landnýtingaráætlun árið 1961 til
að mæta stórstígum byggingarframkvæmdum á skömmum tíma. Hawaii varð líka fyrsta ríkið til að stofna embætti
umboðsmanns þingsins til að annast kvartanir borgaranna gegn ríkisstjórnum
landsins (1967).
Á
síðari hluta sjöunda áratugarins skipaði ferðamálaráðið sérstakar
nefndir til að koma á jafnvægi milli byggingastarfsemi, einkaþarfa,
flutninga og afþreyingar með þarfir ferðamanna í huga.
Þegar
Ferdinand Marcos, fyrrum forseti Filipseyja, flúði heimaland sitt, fékk
hann hæli á Hawaii.
Um
miðjan níunda áratuginn hóf gufuorkuver rafmagnsframleiðslu á
Hawaiieyju. Nýir stjörnusjónaukar,
sem var komið upp í Mauna Kea stjörnuathugunarstöðinni, gerðu
Hawaii að einni aðalmiðstöð stjörnuathugana í heimi.
Stærstu borgir og aðrir staðir
(manntal 1990).
Honolulu
(365.272). Höfuðborg og aðalhöfn
landsins á Oahueyju. Miðstöð
viðskipta og iðnaðar og vöru- og mannflutninga með skipum og flugvélum. Niðursuða ananas, sykurvinnsla, vefnaður, stál- og álver,
olíuhreinsun, sementsverksmiðja, mjólkurbú, Iolanihöllin, háskóli
o.fl.
Perluborg
(42.575). Iðnaðarborg á
Oahu.
Kailua (35.812) ásamt
Lanikai er við
Oahuflóa. Fagrar hvítar
strendur og hofrústir í nágrenninu.
Hilo
(35.269) er aðalborgin og höfn Hawaiieyjar.
Sykurreyr, brönugrös, makadamíuhnetur, ferða-mannamiðstöð,
upphafsstaður ferða í Eldfjallaþjóðgarðinn.
Þar er Lymantrúboðsmiðstöðin og safn.
Regnbogafossar í grenndinni.
Hawaiiháskóli.
Aica
(32.879) er á Oahu.
Sykurreyr.
Kaneohe
(29.919) er nærri Kaneoheflóa á Oahu.
Kórallagarðar. Waikalua
var heimili prinsins, sem kenndi Hawaiibúum húladansinn.
Hawaii Loaháskólinn.
Waipahu
(29.139) er á Oahu.
Mililaniborg
(21.365) er á Oahu. Wheeler
flugherstöðin.
Schofield
Barracks
(18.851) er á Oahu. Sögugarðurinn
„Tropic Lightning Historical Garden”.
Safn með alls konar vopnum úr síðari heimsstyrjöldinni.
Wahiawa
(16.911) er á miðri Oahueyju. Ananasræktun.
Tengist Scofield Barracks.
Nokkrir
merkismenn frá og tengdir Hawaii.
Hiram
Bingham
(1789-1869), trúboði og túlkur.
Fæddur 30. okt. 1789 í Bennington, Vermont.
Hann vann fyrir Bandaríska ráðið í Boston á Hawaiieyjum frá
1820 til 1840. Þegar hann
var í Honolulu, aðstoðaði hann við að gera tungu innfæddra að
ritmáli með 12 stafa stafrófi. Trúboðarnir
kenndu innfæddum að lesa og á árunum 1825-1839 þýddi hann ásamt
nokkrum aðstoðarmönnum nýja testamentið á hawaísku.
Meðal bóka hans eru „Undirstaða hawaiísku” (1822) og
„Fyrsta barnabókin” (1831).
Bernice
P. bishop
(1831-1884). Prinsessa og
mannvinur. Fædd 1831 í
Honolulu. Hún var síðust
beinna afkomenda Kamelhameha konungs og var alin upp með fóstursystur
sinni, sem síðar varð Liliuokalani drottning.
Hún var menntuð í Konunglega skólanum og giftist Charles
Bishop, banda-rískum bankamanni og mannvini árið 1850.
Hún lét eftir sig peninga til að stofna Kamehameha- skólana
fyrir hawaiísk börn.
Séra
Damien
(1840-1889). Belgískur
prestur fæddur 3. jan. 1840 í Tremelo, Belgíu.
Hann hlaut prestvígslu í Honolulu 1864.
Árið 1873 var holdsveikranýlenda stofnuð á Molokaieyju og séra
Damien bauðst til að stjórna henni.
Hann bætti allan aðbúnað sjúklinganna, húsnæði, fæði og
neyzluvatnsöflun og stofnaði tvö munaðarleysingjahæli.
Hann sýktist af holdsveiki 1884 en afþakkaði lækningu og hjúkrun,
þar eð hann hefði þá orðið að yfirgefa eyjuna.
Hans er minnst á heiðursstað í Þjóðarhöggmyndasafninu
(1965).
James
D. Dole
(1877-1958). Brautryðjandi
í ræktun og vinnslu ananas á Hawaii.
Fæddur 27. sept. 1877 í Jamaica Plain í Massachusetts.
Eftir brautskráningu frá Harvardháskólanum 1899 flutti hann
til Hawaii. Árið 1901
stofnaði hann Ananasfyrirtæki Hawaii (núna Dole-fyrirtækið) og hóf
magn-framleiðslu og -dreifingu niðursoðins ananas.
Á fjórða áratugnum hlaut fyrirtækið viðurkenningu og Dole
var útnefndur heiðursstjórnarformaður.
Hann var upphafsmaður að pappírsstyrkingu plantna,
notkun flutningabíla og súlfatúðun.
Árið 1948 sagði hann af sér.
Hiram
L. Fong
(1907-). Öldungadeildarþingmaður
fæddur 1. okt. 1907 í Honolulu. Að
loknu lögnámi varð hann aðstoðarsaksóknari í Honolulusýslu og þingmaður
í fulltrúadeild hawaíska þingsins.
Árið 1959 varð hann fyrsti öldungadeildarþingmaður af asískum
uppruna. Hann dró sig í
hlé 1977.
Daniel
K. Inouye
(1924-). Öldungadeildarþingmaður
fæddur 7. sept. 1924 í Honolulu.
Að loknu lögnami hóf hann afskipti af stjórnmálum og 1959
varð hann fyrsti fulltrúi hins nýja sambandsríkis á Bandaríkjaþingi.
Hann var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af japönskum uppruna, sem
þar sat. Árið 1962 varð
hann þingmaður í öldungadeildinni.
Árið 1972 var hann skipaður í nefnd deildarinnar, sem
rannsakaði Watergatemálið og Nixonstjórnina.
Árið1986 var hann formaður nefndarinnar, sem rannsakaði
Iran-contra hneykslið.
Duke
Kahanamoku
(1890-1968). Sundkappi, fæddur
26. ágúst 1890 nærri Waikiki, Oahu.
Hann sigraði í 100 m frjálsu sundi á Ólympíuleikunum 1912
0g 1920 og var í liði Bandaríkjanna, sem sigraði í 800 m boðsundi
1920. Hann þróaði
dragspyrnuna og var álitinn bezti sundmaður síns tíma.
Hann var lögreglustjóri Hololuluborgar og -sýslu frá
1932-1961.
Bette
Midler
(1945-). Skemmtikraftur, fædd
1. des. 1945 í Honolulu. Árið
1966 söng hún í kórnum í „Fiðlaranum á þakinu”.
Þegar hún hætti í sýningunni 1969, lék hún í kabarett í
New York, þar sem hún söng og dansaði.
Þar var hún fyrst kölluð „hin himneska fröken M.”
Upp úr því fékk hún góð hlutverk í kvikmyndum, s.s. í Rósinni
(1979) og var tilnefnd til Óskarsverðaluna fyrir.
Eftir fimm ára hlé birtist hún aftur í fjórum velheppnuðum
gamanleikjum á tveimur árum. Hún
tók að sér alvarlegra hlutverk í kvikmyndinni Strendur (1988).
Hún vann Grammyverðlaunin fyrir bezta lag ársins (Vindur undir
vængi mína) úr kvikmyndinni 1990.
Aðrar kvikmyndir, sem hún hefur leikið í:
Niðurdregin í Beverly Hills (1986), Harðbrjósta fólk (1986),
Skammarleg heppni (1987), Stella (1990) og Fyrir strákana (1991). |