Á
2. öld f.Kr. sigruðu Rómverjar illýra og frá lokum 4. aldar e.Kr.
voru þeir undir yfirráðum Býzanska keisaradæmisins.
Öldum saman sóttu vísigotar, húnar, búlgarar og slavar að
landinu og íbúar þess voru síðast undir yfirráðum ottómana á
15. öld. Tyrknesk yfirráð
einangruðu landið frá vestrænum áhrifum í rúmlega fjórar aldir
en á 19. öld fór þjóðin að fjarlægjast austurlenzk áhrif
Ottómanaveldisins og gera sér grein fyrir sameiginlegum
hagsmunum sínum og Vesturlanda.
Albanar lýstu yfir sjálfstæði sínu árið 1912 en árið
eftir ákváðu stórveldi Evrópu að eftirláta nágrannaríkjum
landsins eftir u.þ.b. helming þess.
Landið var undir einveldisstjórn milli heimsstyrjaldanna og að
loknu blóðbaði síðari heimsstyrjaldarinnar varð landið að
kommúnistaríki, sem varði sjálfstæði sitt með kjafti og klóm.
Kommúnistaflokkurinn var allsráðandi og náði inn í hvern krók
og kima mannlífsins. Þegar
stoðir kommúnismans brustu í upphafi árs 1989, leystust ýmiss konar
félagsleg öfl úr læðingi og lýðræðislegir stjórnmálaflokkar
komu fram á sjónarsviðið í landinu.
Þessi þróun endurspeglaði samkennd landsmanna með vestrænum
þjóðum og samræmdist langvarandi jákvæðum viðbrögðum við
vestrænni menningu og tækniframförum. |