Ríkisstjórnir landsins hafa lagt áherzlu á varðveizlu þjóðlegra
siða og venja. Alls eru
til u.þ.b. menningarstofnanir af ýmsu tagi í landinu.
Þjóðarbókhlaðan, Þjóðarkórinn, Óperan og Balletleikhúsið
eru í Tiranë. Kunnasti
rithöfundur landsins er Ismail Kadare, sem skrifar bæði bundið og óbundið
mál, og verk hans hafa verið þýdd á a.m.k. 30 tungumál.
Menningarþróunin
hefur strandað á takmörkuðu frelsi einstaklinganna undir hæl kommúnista
í rúmlega 40 ár. Ritskoðun var ströng og listamenn voru heftir í sköpun
sinni. Þessum ósköpum
linnti árið 1990.
Helztu dagblöð
landsins eru Zëri I Popullit, aðalmálgagn Sósíalistaflokksins,
Rilindja Demokratike, sem Lýðveldisflokkurinn gefur út, og Republika,
málgagn Lýðræðisflokksins. Önnur
rit, sem gefin eru út reglulega, eru m.a. Ylli, mánaðarrit um bókmenntir,
Studime Politiko-Shoqërore, ársfjórðungsrit menntamanna, Nentori, mánaðarrit,
Drita, vikublað sambands rithöfunda- og listamannasambands landsins,
Pasqyra, vikurit, sem Alþýðusambandið gefur út og Sindikalisti, sem
sjálfstæðu verkalýðsfélögin gefa út. |