Zambía,
Flag of Zambia

KABWE
KITWE
LUSAKA
MUFULIRA
NDOLA
ZAMBEZIFLJÓT
Meira

ZAMBÍA

Map of Zambia
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Zambía er landlukt ríki í sunnanverðri Mið-Afríku, 752.614 km² að flatarmáli.  Landamærin að Angóla í vestri eru mjög löng.  Zambezifljótið skilur á milli í suðri.  Caprivi-ræman, sem tilheyrir Namibíu er í suðvestri og við austurenda hennar er hornpunktur landamæra Zambíu, Namibíu, Botswana og Zimbabwe.  Þessi punktu hefur löngum verið umdeildur í landamæradeilum þessara þjóða.  Karibavatni, sem er manngert, myndar nú hluta af landamærunum við Zimbabwe.  Mozambique er nágrenni í suðaustri, Malawi í austri og Tanzanía í norðaustri.

Löng landamærin að Kongó (Kinshasa) liggja frá Tanganyikavatni í gegnum Mweruvatn og eftir Luapulaánni að Pedicle, hluta af Kongó, sem skerst langt inn í Zambíu og gerir landið fiðrildislagað á landakorti.  Vestan þessarar kongósku landræmu liggja landamærin um vatnaskil Zambezi og Kongó að angólsku landamærunum.  Nafn landsins Zambezifljótsins, sem safnar til sín vatni frá öllum landshlutum nema litlu svæði í norðurhlutanum.  Flestir íbúarnir búa í þéttbýli og borgum og aðrir landshlutar eru strjálbýlir.  Þéttbýlin eru aðallega meðfram járnbrautinni, sem tengir koparbeltið við höfuðborgina Lusaka og landamæraborgina Livingstone.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM