Sierra
Leone er ríki í Vestur-Afríku, 71.740 km² að flatarmáli.
Norðan þess er Guinea, Líbería að sunnan og Atlantahafið í
vestri. Höfuðborgin
Freetown stendur við einhverja stærstu náttúruhöfn í heimi.
Nafn
landsins er rakið til portúgalska landkönnuðarins Pedro de Sintra, sem
varð fyrstur Evrópumanna til að finna og mæla höfnina í Freetown.
Þá fékk landið nafnið Serra Lyoa (Ljónafjöll) á portúgölsku.
Langflestir íbúanna starfa við landbúnað en námuvinnsla er
talsverð. Þarna finnast
demantar, gull, báxít og rutile (títaníumtvíoxíð) í jörðu.
Þéttbýli hafa myndast smám saman, eftir því sem fleiri flytja
úr dreifbýlinu. Atvinnulausum
í borgum og bæjum fjölgar stöðugt. |