Makeni er borg í Mið-Sierra
Leone. Hún óx og þróaðist sem miðstöð viðskipta og birgðastöð
temnemanna. Pálmaolía og kjarnar og hrísgrjón eru flutt þaðan um
þjóðveginn til Freetown, 135 km vestsuðvestar til sölu og útflutnings.
Borgin er kunn fyrir svokallaða gara-litun, sem er mikilvæg iðngrein
meðal makenikvenna. Áætlaður íbúafjöldi 1985 var 49 þúsund. |