Kenema er borg við
járnbrautina og skarð í Kambuihæðum í suðausturhluta Sierra Leone. Hún
er miðstöð fyrirtækis, sem vinnur demanta úr árseti og Demantaskrifstofu
ríkisins (1959), sem annast útflutning demanta. Þarna er einnig stór
markaður fyrir landbúnaðarafurðir mendefólksins og aðalmiðstöð
timburviðskipta í landinu. Kakó- og kaffibaunir, pálmaolía og kjarnar,
húsgögn og tréskurðarmunir eru aðallega fluttir um þjóðveginn til
Freetown til sölu og útflutnings. Kirkjur, einkaframhaldsskólar,
katólskur kennaraskóli fyrir konur, tækniskóli, ríkisbókasafn og
einkasjúkrahús eru í borginni. Áætlaður íbúafjöldi 1985 var tæplega 53
þúsund. |