Eþíópía
er landlukt ríki á Horn Afríku, 1.133.882 km² að flatarmáli.
Það á landamæri að Eritreu í norðri, Djibouti í norðaustri,
Sómalíu í Austri, Kenja í suðri og Súdan í vestri og norðvestri.
Landið liggur allt innan hitabeltisins og nokkurn veginn jafnlangt
frá norðri til suðurs og austri til vesturs.
Höfuðborgin Addis Ababa (Nýja blómið) er næstum í landinu miðju.
Eþíópía er meðal elztu landa heims og yfirráðasvæði þess
hefur verið breytilegt í gegnum teinaldirnar.
Á ævafornum tíma var Aksum höfuðborg keisaradæmisins í norðurhluta
núverandi ríkis, u.þ.b. 160 km frá Rauðahafi.
Útlit og stærð landsins nú á dögum er afleiðing afskipta Evrópumanna
á 19. og 20. öld. Það
komst fyrst á spjöld evrópskrar sögu, þegar herir þess sigruðu ítölsku
nýlenduherrana 1896 í orrustunni við Adwa og aftur á árunum 1935-36,
þegar fasistastjórn Mussolinis hernam landið.
Bandamenn leystu landið undan yfirráðum Ítala og það fór að
láta á sér bera á alþjóðavettvangi. Það
var meðal fyrstu sjálfstæðra ríkja til að skrifa undir sáttmála
Sameinuðu þjóðanna, studdi afnám nýlenduveldis í Afríku í orði
og verki og stuðlaði að vexti og viðgangi samvinnu og samhygðar
Afríkuríkja.
Þessi viðleitni náði hámarki í stofnun Bandalags Afríkuríkja
(OAU) og UNECA, Efnahagsaðstoð við Afríkuríki Sameinuðu þjóðanna,
sem hefur aðsetur í Addis Ababa. Orðspor
Eþíópíu dvínaði verulega á alþjóðavettvangi og heima fyrir á
sautján ára valdatíma Derg (1974-91), sem færði óáran
borgarastyrjaldar og hungursneyðar yfir landið.
Ástandið í landinu hefur verið óstöðugt síðan og framtíð
þess óljós.
.
|