Dese
er borg í Mið-Eþíópíu ofan vesturhlíða Sigdalsins mikla í 2300
m hæð yfir sjó.
Dese (Amharic = Ánægja mín) er miðstöð verzlunar og
samgangna 25 km norðvestan Kembolcha, sem er við vegamótin til Addis
Ababa og Asmara og Asseb í Eritreu.
Dese er gróin markaðsborg með kornvöru, olíufræ, húðir,
skinn, hunang og bývax og dreifingarmiðstöð fyrir innfluttar vörur.
Í borginni eru hveitimyllur og talsvert um handiðnað. |