Kyrrahaf IV,

II, III, IV, V Norður < Kort > Suður TSUNAMI

KYRRAHAF IV
.

.

Utanríkisrnt.

Loftslag.  Vinndar og þrýsingssvæði Kyrrahafsins falla að mestu inn í meginmunstur veðurfarsins, sem snúningur jarðar (Coriolis-kraftur) og möndulhallinn (ecliptic) mynda.  Í grófum dráttum er skiptast þessi veðurkerfi í þrennt á hvoru hveli jarðar og eru spegilmynd hvort af öðru.  Hið gífurlega stóra hafsvæði Kyrrahafsins hefur áhrif á vind og þrýsing og loftslagsskilyrði í suður og vesturhlutunum eru einstök vegna stöðugleika stað- og vestanvindanna.  Í Norður-Kyrrahafi er meiri óregla og munur á skilyrðunum á sömu breiddarbeltunum.  Harðir vetur á austurströnd Rússlands eru ólíkir tiltölulega mildum vetrum í Brezku Kólumbíu á vesturströnd Kanada.

Staðvindar Kyrrahafsins ná til hringrásarkerfis miðbaugssvæðisins.  Upphaf þeirra er í jaðartrópíska háþrýstibeltinu, sem er ríkjandi yfir Norðaustur- og Suðaustur-Kyrrahafinu milli 30° og 40°N og S.  Halli jarðmöndulsins, sem er u.þ.b. 23½° milli snúnings jarðar um sjálfa sig og snúningsins um sólina, takmarkar tilfærslu staðvindabeltisins við 5° breiddar hvorum megin miðbaugs.  Ausanvindarnir með miðbaug milli jaðartrópísku svæðanna eru kröftugastir í Austur-Kyrrahafi.  Milli norður- og suður staðvindabeltanna er lognbelti með breytilegri golu.

Staðvindarnir flytja tiltölulega svalt loft í átt að miðbaug, sérstaklega yfir Austur-Kyrrahafi.  Vindarnir komast í snertingu við sjóinn og verða sífellt rakari og hlýrri neðst og hitamunur með hæð eykst.  Meðalvindhraðinn er tæplega 7 m/sek.  Veðurlagið í staðvindabeltinu er yfirleitt gott, lítt skýjað (mest stök bólstraský) í 600 m (2000 feta) hæð.  Úrkoman er lítil og aðallega létt skúraveður.

Í staðvindabeltinu fyrir vesturströnd Ameríku streymir kaldur djúpsjór upp á yfirborðið og kælir loftið niður fyrir daggarmark og myndar þykka og lága skýjabreiðu, þannig að þoka er nokkuð algeng á þessu svæði.

Hitabeltisstormar.  Þrátt fyrir tiltölulega stöðugt veðurfar í staðvindabeltunum, framleiða þau ofsaveður og fellibylji.  Enn þá skortir á skilning manna á fóðri þessara fyrirbæra, sem virðist nóg á milli 5° og 25°N yfir Vestur-Kyrrahafi síðsumars og snemma á haustin, þegar yfirborðshiti sjávar þar er a.m.k. 27°C.  Svæðið austan Filipseyja og Suður- og Austur-Kínahaf eru þekkt fyrir þessi veðurfyrirbæri, sem hindra skipaferðir og valda stórflóðum með ströndum fram með tilheyrandi mann- og eignatjóni.

Vestanvindabeltin eru mótstaður kaldra austanvinda frá heimskautasvæðunum og hlýrra vestanvinda.  Afleiðingin er mishraðskreið lágþrýstingssvæði.  Heimsskautaskil (frontar) eru öflugust á veturna, þegar hita- og rakamunur loftmassanna, sem mætast, er mestur.  Á suðurhveli eru vestanvindarnir sterkir og stöðugir og vindhviður lágþrýstisvæðanna geta verið mjög öflugar.

Monsúnsvæðin.  Vestur-Kyrrahafssvæðið er háð árstíðabundnu veðurfari, sem á sér ekki sinn líkan annars staðar í heiminum.  Þetta afbrigðilega regntímaveður skapast m.a. vegna mikillar sumarhitunar og vetrarkælingar landmassa Asíu.  Hitun loftmassanna yfir Asíu á sumrin veldur myndun lágþrýstisvæða, sem staðvindarnir streyma inn í báðum megin miðbaugs.  Lognsvæði miðbaugs eru því ekki til yfir Vestur-Kyrrahafi á sumrin á norðurhveli vegna hins mikla loftstreymis frá miðbaug til hinna risavöxnu lágþrýstisvæða yfir Asíu.  Mikil kæling meginlandsmassans á veturna myndar risavaxin háþrýstisvæði yfir Asíu, sem styrkja staðvindana á norðurhveli.

Afleiðing árstíðabundinna loftþrýsingsbreytinga og hringrásar vindanna markar andstæður milli áhrifa meginlandanna og úthafanna, þurrka og kulda, og raka og hita.  Þessara áhrifa gætir allt frá Japan í norðri að miðbaug í Vestur-Kyrrahafi.

II, III, IV, V


.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM