Túrkmenar
komu frá Vestur-Tyrklandi á 11. öld.
Þeir stofnuðu ekki ríki, heldur voru oft undir yfirráðum
grannríkjanna. Á 19. öld
seildust Rússar eftir yfirráðum á landi Túrkmena og eftir margra ára
blóðuga baráttu var rússneska Túrkístan stofnað árið 1884.
Ítök
Rússa voru ekki ýkja djúpstæð meðal Túrkmena, því 1916 brauzt
út bylting, þegar Rússar reyndu að kveðja þá til herþjónustu í
fyrri heimsstyrjöldinni. Árið
1919 lýsti nefnd, skipuð múslímskum kommúnistum í Túrkístan, því
yfir, að stefnt skyldi að sameiningu við Sovétríkin.
Stalín
lýsti því yfir 1923, að hann vildi gjarna stofna fimm lýðveldi
innan Túrkístan, skipt eftir þjóðerni.
Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum, því Sovétlýðveldið Túrkmenístan
var stofnað árið 1924 og formlega tekið í ríkjasambandið ári síðar.
Talið
er að
Túrkmenístan
eigi enga möguleika á sjálfstæðu lífi utan
Sovétríkjanna, enda hafa umbætur þar verið hægar. |