Árið 1993 var íbúafjöldi Túrmenistans 4,2
miljónir (9 manns á hvern km2). Byggðirnar eru meðfram ám,
skurðum og í grennd við vatnsból. Stærsta og jafnframt höfuðborgin
Ashgabat (517.200 íbúar 1993) fær vatn frá Garagum-skurðinum. Aðrar
veigamiklar borgir eru Chärjew (Chardzhou; 164.000 íbúar 1990) og
Dashhowuz (114.000 íbúar 1990). Á síðasta áratugi 20. aldar bjó rúmlega
helmingur íbúanna í dreifbýli. Fólksfjölgunin var þá u.þ.b. 2½% á ári.
Barnadauði var rúmlega 50% miðað við 1000 lifandi fædd born. Lífslíkur
voru 64 ár.
Túrkmenistan er einsleitasta fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna í Mið-Asíu.
Túrkmenar, sem eru af tyrkneskum uppruna og langflestir sunnimúslimar,
eru 73% þjóðarinnar. Meðal minnihlutahópa eru Rússar (10%), Úzbekar
(9%), Kazakar, tatarar, Úkraínumenn, Azerar og Armenar. Ólíkt öðrum
lýðveldum í Mið-Asíu var lítið um brottflutning minnihlutahópa á tíunda
áratugnum vegna réttra viðbragða stjórnvalda. |