Túrkmenistan efnahagur,
Flag of Turkmenistan


TÚRKMENISTAN
EFNAHAGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Efnahagur landsins byggist verulega á landbúnaði (40%).  Aðaluppskeran er baðmull (1/3), hveiti, ávextir og mórberjatré (silki).  Kvikfjárræktin byggist aðallega á karakúlsauðfé, hestum og drómedörum.

Iðnaðurinn stendur aðeins undir 20% þjóðarframleiðslunnar (20% vinnuafls).  Námuvinnsla og orkuver eru mikilvægust.  Meðal verðmætra jarðefna eru olía, náttúrugas, brennisteinn, salt, kol og kopar.  Talið er að 700 miljónir tonna af olíu og 8 triljónir m3 af gasi sé að finna í jörðu en nýting þessara auðlinda hefur dregizt vegna ágreinings við Rússland um olíu- og gasleiðslur til útflutnings.  Gasið stendur undir 60% af útflutningstekjum.  Túrkmenska stjórnin lagði fram nokkrar áætlanir um uppbyggingu fyrirtækja með erlendum fjárfestum í sambandi við frekari nýtingu gaslindanna.  Stungið var upp á nokkrum gasleiðslum í viðbót, m.a. um 6700 km leið að norðausturströnd Kína.  Talsvert er framleitt af matvælum, vefnaðarvöru og teppum.

Efnahag landsins hrakaði eftir hrun kommúnismans og markaða innan Sovétríkjanna (ca 20% 1991-92).  Hnignunin stafar aðallega af því, að mörg fyrrum Sovétlýðveldin, sem kaupa gas, geta ekki greitt skuldir sínar.  Þegar Túrkmenar fóru að krefjast heimsmarkaðsverðs fyrir gasið, brugðust Úkraínumenn við með því að hækka gjöld vegna gasleiðslunnar og neituðu að flytja gas frá Túrkmenistan til annarra viðskiptavina.  Framfarir í markaðsmálum hafa verið hægfara vegna gamla sovétkerfisins, sem enn þá er stuðzt við.  Langmestur hluti stórfyrirtækja landsins er enn þá í eigu ríkisins.  Lög um skiptingu lands voru samþykkt á þingi en þau breyttu eignarfyrirkomulaginu ekki svo mjög vegna dráttar á framkvæmdum.  Í nóvember 1993 skiptu Túrkmenar yfir í sinn eiginn gjaldmiðil, manat, sem tók við af rússnesku rúblunni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM