Túrkmenistan sagan,
Flag of Turkmenistan


TÚRKMENISTAN
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Túrkmenar hafa búið á Túrkmenistansvæðinu í Mið-Asíu um aldir.  Þeir voru ætíð undir erlendum yfirráðum (Persar, Makedónar og arabar) þar til þjóð varð til á þriðja áratugi 20. aldar.  Arabar snéru íbúunum til islam á 7. og 8. öld.  Vinjarnar Tedzhen og Mery voru fyrrum veigamiklar miðstöðvar landbúnaðar og verzlunar.  Forverar Túrkmena, oghuzar, réðust inn á þetta svæði og settust þar að á 10. öld.  Túrmenarnir voru orðnir sérstakur þjóðflokkur á 15. öld.  Svæðið var undir stjórn mongólaveldis Genghis Khans á 13. öld og Tamerlane á 14. öld.  Rússar voru mun lengur að brjóta Túrkmena undir sig en aðra þjóðflokka í Mið-Asíu.  Þeim tókst ekki að komast í gegnum varnir þeirra í Geok-Tepe fyrr en 1881 eftir að 150.000 Túrkmenar lágu í valnum.

Eftir Októberbyltinguna 1917 (Rússnesku byltinguna), fengu Túrkmenar sjálfstæði um Skamma hríð.  Þeir vörðust árásum hersveita bolsevíka til 1918, þegar landið var innlimað í Sovétríkin sem eitt lýðveldanna.  Túrkmenum tókst að reka bolsevíka af höndum sér með aðstoð brezkra hersveita og stofnuðu aftur frjálst ríki, sem entist ekki lengi.  Landið var innlimað í lýðveldið Túrkestan skömmu síðar.  Árið 1924 var því breytt í Sovétlýðveldið Túrkestan, sem hélt velli til 1991.  Næsta ár gerðust frjálsir Túrkmenar aðilar að Sameinuðu þjóðunum.  Í desember 1994 voru haldnar þingkosningar án nokkurra mótframboða.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM