Nýja-Sjáland
var
stærsta land Pólýnesíu áður en Bretar gerðu það að hluta
heimsveldsins árið 1840. Síðan
varð það að krúnunýlendu, sjálfstjórnarnýlendu (1856) og
sambandsríki (1907). Í kringum 1920 var það komið með yfirráð í flestum
eigin málum, þótt fullt sjálfstæði fengist ekki fyrr en 1947. Landið er enn þá aðili að Brezka heimsveldinu.
Einangrun
landsins hafði mikil áhrif á þróun þess og það var ekki fyrr en
á 20. öldinni, að áhrifa þess fór að gæta að
einhverju marki á alþjóðavettvangi. Það
varð aðili að Þjóðabandalaginu og síðan Sameinuðu þjóðunum.
Nýsjálendingar hafa líka tekið þátt í mörgum styrjöldum,
s.s. báðum heimsstyrjöldunum. Efnahagur
landsins á 20. öldinni hefur aðallega byggzt á útflutingi landbúnaðarafurða
til Bretlands. Þegar
Bretar urðu aðilar að Efnhagsbandalagi Evrópu á áttunda áratugnum,
neyddust Nýsjálendingar til
að leita nýrra markaða. Samtímis
hefur fjölbreyttari og viðameiri iðnaður þróazt í landinu. |