Nýja Sjáland flóra fána,
Flag of New Zealand


NÝJA SJÁLAND
FLÓRA og FÁNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Náttúrulegur gróður Nýja-Sjálands var blanda sígrænna trjátegunda, sem þöktu allt að tvo þriðjunga landsins.  Löng einangrun landsins olli þróun tegunda, sem ekki finnast annars staðar.  Næstum 90% náttúrulegra plöntutegunda eru einstök fyrir landið.  Á okkar dögum þrífst þéttur runnagróður aðeins á svæðum, sem hafa ekki þótt hæf til landnáms og á vernduðum svæðum.  Á vesturströnd Suðureyjar eru upprunalegu skógarnir enn þá nýttir til timburvinnslu.  Meðfram fjallgörðunum á báðum eyjunum er falskt beyki ríkjandi tegund.

Ágangur Evrópumanna, sem settust að í landinu, á náttúruleg skóglendi ollu mikilli jarðvegseyðingu, einkum á hæst liggjandi svæðum yfir sjó.  Skógrækt ríkisins var stofnuð til að bæta skaðann, stjórna nýtingunni og planta trjám.  Tilraunaplöntun fór fram á eldfjallasléttunni með radiata-furu, sem var flutt frá Kaliforníu.  Þessi tegund barrtrjáa hefur lagað sig svo vel að aðstæðum í landinu, að hún er orðin aðalrætunartegundin (nær fullum vexti á 25 árum).

Breiðlaufungar frá Evrópu eru víða til skrauts og víðitegundir og aspir eru notaðar til að koma í veg fyrir jarðvegseyðingu í hlíðum.  Þyrnirunni (Ulex europaeus) hefur lagað sig svo vel að aðstæðum, að hann er orðinn að plágu þar sem hann breiðist út um allt.

Vegna einangrunar Nýja-Sjálands voru þar engar æðri lífverur, þegar maóríar komu til skjalanna fyrir teinöld eða lengri tíma.  Þá voru þar þrjár tegundir skriðdýra (skink, gekkó og tuatara, sem dó út annars staðar fyrir 100 miljónum ára), nokkrar frumstæðar froskategundir og tvær leðurblökutegundir.  Þessar tegundir eru allar til enn þá en finnast aðeins á afskekktum stöðum og á úteyjum.

Evrópumenn fluttu með sér húsdýr til eyjanna.  Þeir komu líka með rauð dádýr til veiða og áströlsku pokarottuna vegna skinnanna en þessari tegund hefur fjölgað ótrúlega og hún veldur miklu tjóni, þar sem hún heldur til í runnalendi inni í landinu.  Það er mikið vandamál að halda fjölda Geita, dádýra, pokarottna og kanína í skefjum, jafnvel í þjóðgörðum landsins.

Fuglafánan á sér enga náttúrulega óvini, þannig að eyjarnar eru hrein fuglaparadís.  Áhugaverðustu fuglategundirnar eru líklega hinar ófleygu.  Moa-fuglinn var mjög stór tegund, sem maóríar eyddu algerlega.  Kivifuglinn finnst enn þá á afskekktum runnasvæðum.  Weka og notornis (takahe; var bjargað frá útdauða) urðu líklega ófleygar tegundir eftir að þær komu til Nýja-Sjálands.  Pukeko, mýrarhæna, skyld weka, er að verða ófleyg.  Nokkrar tegundir, s.s. söðulbakur og þrösturinn (líklega útdauður), eru einstakar fyrir landið, en margar aðrar (tui, stélblævængur og bjöllufugl) eru náskyldar áströlskum fuglategundum.  Nýja-Sjáland státar líka af áströlskum súlum, skúm, mörgæs, toppskarfi og kóngaalbatross.

Mikill fjöldi fisktegunda finnast í hafinu umhverfis eyjarnar vegna þess að þær eru á mótum heitra og kaldra hafstrauma.  Þarna lifa m.a. túnfiskar, seglfiskar og stórir hákarlar auk fjölda tegunda, sem lifa í heitum sjó.  Í köldum straumum frá Suðurskautinu þrífast þorsktegundir og kolmúli og í blönduðum sjó eru m.a. tarakihi, grúper og bassi.  Mikill fjöldi af lúrum og flúrum heldur sig á grunnsævi á flæðileirum og krabbategundir halda sig við klettótta strönd.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM