Evrópa helstu eldfjöll,

Tollfríðindi ferðamanna


HELZTU ELDFJÖLL
EVRÓPA og ATLANTSHAFIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Etna á Sikiley á Ítalíu, 3323 m.  Skráð gos eru u.þ.b. 200.  1536 fórust 1000 manns og 1669 u.þ.b. 20.000.

Beerenberg á Jan Mayen (Noregur), 2277 m.  Fyrsta skráða gos 1558. (mynd)

Tristan da Cunha í Suður-Atlantshafi, 2060 m.  Fyrsta skráða gos 1700.

Kverkfjöll á Íslandi, 1920 m.  Fyrsta skráða gos 1700.  Víst er að oft hefur gosið fyrr og síðar.

Askja á Íslandi, 1570 m.  Fyrsta skráða gos 1875, en vís er að oft hefur gosið fyrr og nokkur gos hafa verið skáð síðan.

Hekla á Íslandi, 1491 m.  Fyrsta skráða gos 1104.  Síðan hefur gosið vel á fimmta tug skipta í og við fjallið.  Á miðöldum trúðu margir Evrópumenn að fjallið væri annað tveggja hliða helvítis.

Katla á Íslandi, 1363 m.  Fyrsta skráða gos 1177.  Síðan hafa nokkur gos verið skráð á 70-80 ára fresti.

Vesúvíus á Ítalíu, 1280 m.  Gosið 79 e.Kr. lagði Pompeii, Stabiae, Herculaneum og Iapilli í eyði.  Hinar tvær síðastnefndu huldust aurflóði.

Stromboli á Ítalíu, 926 m.  Eldfjallið er á samnefndri eyju norðan Sikileyjar.  Miðaldamenn trúðu, að Stromboli væri annað hliða helvítis.

Krafla, Gjástykki á Íslandi, 818 m.  Fyrsta skráða gos 1300.  Oft hefur gosið á svæðinu.  1724-29 voru Mývatnseldar hinir fyrri og 1975-84 hinir síðari.

Thera í Grikklandi, 556 m.  Eldgos í kringum 1500 eyddi öllu lífi á eyjunni.

Vulcano á Ítalíu, 195 m.  Aristóteles varð vitni að eldgosi í gígnum og notaði fyrstur orðið „tephra”, sem Sigurður Þórarinson, jarðfræðingur, tók upp í íslenzku (tefra) sem samheiti allra gosefna.  Aristóteles notaði það aðeins um öskuna.

Surtsey á Íslandi, 173 m.  Eyjan reis úr hafi í lengsta samfellda eldgosi á sögulegum tíma á jörðinni 1963-67.  Fleiri eyjar risu úr hafi en eyddust strax.  Smám saman eyðist Surtsey þar til aðeins stendur klettur í hafinu, sem verður svo um síðir undan að láta.

ELDGOS á ÍSLANDI

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM