Eistland,

TALLIN EYSTRASALT FINNLANDSFLÓI Meira

EISTLAND
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Stjórnarsetur:  Tallin.  Flatarmál:  45.100 km².  Fólksfjöldi:  1,57 milljónir, Eistar 61,5%, Rússar 30,3%, Úkraínumenn 3,1%, Hvítrússar 1,8%, Finnar 1,1%, aðrir 2,2%. Eistland er láglent og votlent.  Við strönd landsins eru nálægt 1500 eyjar.  Helztu atvinnuvegir eru landbúnaður og iðnaður. Tunga Eista er af finnsk-úrgískri ætt.  Fyrstir til að herja á Eistland voru víkingar, sem fóru yfir landið á leið sinni til Kænugarðs.  Það voru Danir og krossfararegla Sverðriddara, sem lögðu Eistland undir sig 1208-27 og komu þar á kristni en Eistlendingar eru mótmælendatrúar.  Þýzka riddarareglan yfirtók hluta Sverðriddara og keypti hlut Dana árið 1346.  Svíar hertóku landið á  16. og 17. öld en árið 1721 náðu Rússar því á sitt vald.

Eftir rússnesku byltinguna var Eistland lýst sjálfstætt ríki 1918 og á næstu tveimur árum tókst Eistlendingum að verjast bolsévíka-stjórninni, sem reyndi að hertaka landið.  Óstöðugleiki í stjórnarfari og hótanir nágrannastórveldanna leiddi til valdaráns og einræðis Päts forseta 1934.Árið 1940 var Eistland innlimað í Sovjetríkin og um 60.000 Eistlendingar herleiddir til afskekktra héraða Sovjetríkjanna.  Eistland var hersetið af  Þjóðverjum 1941-1944, þegar Sovjetmenn unnu það aftur og síðan hefur mikill fjöldi Rússa flutzt þangað.  Upp úr 1985 hófu Eistar að krefjast sjálfstæðis.  Landið lýstiyfir sjálfstæði  20. ágúst 1991.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM