Eistland
er láglend slétta með fjölda vatnsfalla og stöðuvatna.
Meðalhæð landsins er 50 m.y.s. og hæsti punkturinn nær 318
m. Mýrlendi þekur rúmlega
20% landsins og stöðuvötn og lón u.þ.b. 5%. Stærstu vötnin eru Peipus við austurlandamærin og
Vorts-Jarv í miðsuðurhlutanum. Loftslagið
er milt vegna áhrifa sjávar, þótt áhrifa meginlandsloftslagsins gæti,
þegar fjær dregur sjó. Úrkoma
er tempruð, að meðaltali 500-700 mm á ári.
Aflangar
hæðir frá norðri til suðurs eru leifar frá ísöldinni eins og
grettistökin í suður- og suðausturhlutunum.
Strönd landsins er u.þ.b. 1160 km löng og u.þ.b. fjórðungur
landsins er skógi vaxinn. Mest
ber á furu, birki og ösp. Meðal
algengra, villtra dýra eru elgir, dádýr og villisvín.
Nokkrar tegundir eru friðaðar, s.s. bjór, rauð dádýr og
orri. |