Tallin Eistland,


TALLIN
EISTLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Tallin er höfuðborg Eistlands við Tallinnflóa, sem liggur inn úr Finnlandsflóa.  Hún er aðalhafnarborg Eystrasaltsríkjanna, aðsetur sjórhersins og mikilvæg miðstöð iðnaðar.  Helztu framleiðsluvörur eru velar, raftæki, skip, textílvörur, húsgögn og niðursoðinn fiskur.  Borgin skiptist í þrjú svæði:  Efri borgina á brattri hæð með kastala frá 13. og 14. öld þar sem hæst ber, neðri borgina, sem er umgirt múrum frá 14.-16. öld, og nýja hlutann.  Þarna er Eistlenzka vísindaakademían, kennaraháskóli, nokkur leikhús, symfóníuhljómsveit og opera.

Fyrstu heimildir um Tallin eru frá árinu 1154.  Árið 1219 byggði Valdimar II, Danakonungur, virki á þessum slóðum.  Borgin tengdist Hansabandalaginu árið 1285 og varð brátt umsvifamikil verzlunarstaður.  Árið 1346 seldu Danir germönsku riddurunum Tallin.  Svíar náðu borginni 1561 og hún var innlimuð í Rússland árið 1710.  Síðan varð hún sjóherstöð Eystrasaltsflota Rússa.  Tallin var höfðuborg hins sjálfstæða Eistlands á árunum 1919-40, þegar Rússar innlimuðu landið í Sovétríkin.  Þýzkir herir lögðu borgina undir sig 1941 og Rússar náðu henni aftur 1944.  Hún var höfuðborg Sovétlýðveldisins Eistlands til 1991, þegar landið lýsti yfir sjálfstæði á ný.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega half milljón.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM