Myanmar
er á mörkum Suður- og Suðaustur-Asíu við austurhluta Bengalflóa.
Nágrannaríki eruBanglades, Indland, Kína, Laos og Tæland.
Heildarflatarmál landsins er 676.552 km², þar af 658.880 km² þurrt land.
Náttúra
landsins:
Í
vestur- og austurhlutum landsins liggja fjallgarðar frá norðri til suðurs. Hlémegin
fjallanna eru monsúnskógar með tekkviði.
Um miðbik landsinsrennur Irawadiáin á láglendi og óshólmasvæðið við Martabanflóann
stækkar stöðugt. Landið teygir sig suður eftir Malakkaskaganum, endar í odda
Kraskagans og nær yfir Merguieyjar
fyrir ströndinni.
Loftslag: Hitabeltisloftslag
undir áhrifum monsúnsins með mikilli úrkomu á sumrin hlémegin
fjalla. Vetur eru svalari og
þurrari.
Íbúarnir: Íbúarnir
eru aðallega Búrmanar, en minnihlutahópar kara, shana og annarra þjóðflokka og kínverjar og
Indverjar búa þar líka. Heildaríbúafjöldi er u.þ.b. 40 milljónir (60 íb. á km²).
Lífslíkur 54
ár. Ólæsi
u.þ.b. 30%. Vinnuaflið er u.þ.b. 15 milljónir og rúmlega helmingur þess er
bundinn í landbúnaði.
Trúarbrögð: Búddatrúar
(85%), hindúar, múslimar og kristnir. Tungumál
landsmanna er
búrmanska. Erlent mál er
enska. Þar að auki tala
minnihlutahópar arakan, shan, kachin, karen, mon, hindi, bengölsku og kínverskar mállýzkur.
Stjórnsýsla:
Landið skiptist í sjösjálfstjórnarhéruð
og sjö sýslur.
Borgir:
Höfuðborgin er Rangún
og aðrar stórborgir eru: Mandalay, Bassein, Pegu, Moulmein
og Myingyan.
Efnahagslífið:
Landbúnaðarafurðir:
Hrísgrjón, sykurreyr, jarðhnetur, linsubaunir, hampur o.fl.
Fiskveiðar
eru stundaðar í Andamanhafi og Bengalflóa.
Auðæfi í jörðu
eru m.a. blý, sink, kopar, tin, volfram, antimon, mangan, jarðolía og eðalsteinar.
Iðaður
byggist helzt á framleiðslumatvæla, vefnaðarvara, hráefna til iðnaðar,
byggingarefna o.fl. |