Rangún Myanmar,
Flag of Burma

Meira um Rangún      

RANGÚN
MYANMAR - BÚRMA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúafjöldi var u.þ.b. 2,5 milljónir 1991 (fjöldi indverja og kínverja).  Höfuðborg landsins er í miðju hins frjósama óshólmasvæðis við ármót Irawadi og Hlaing, þar sem Rangúnáin hefst.  Upprunalega nafnið „Dagon” er varðveitt í nafni Shwe-Dagon-pagódunnar, sem gnæfir yfir borgina.

Alompra (Alaungpaya) konungur stofnaði borgina á sama stað og hin þjóðsagnakennda borg Okkalapa stóð.  Hún var síðar umskírð Yan-gon (þýðir „stríðslok”; þar lauk herferðum gegn mon-ættinni) og litlum sögum fór af henni þar til Bretar hernámu landið.  Þá komu brezku nýlendu-herrarnir stjórnarskrifstofum sínum og viðskiptamiðstöð fyrir í grennd við Sule-pagóduna og lögðu vegi til austurs og vesturs meðfram ánni og til suðurs frá henni.  Aðalvegirnir fengu upprunalega brezk nöfn, en bera nú búrmönsk nöfn.  Hliðarvegir til vesturs og austurs fengu númer.  Vegakerfið endar í norðri við járnbrautina.

Opinberar byggingar eru í miðborginni.  Þar eru líka aðalbrautarstöðin, skrifstofubyggingar, verzlanir, hótel, veitingastaðir, bíó o.fl. og mörg hús í brezkum nýlendustíl með búrmönskum blæ.  Norðan borgarinnar eru hin grænu svæði, þar sem Evrópubúar bjuggu.  Í fallegum garði í austurhlutanum er Konungsvatn, grasagarðurinn og dýragarðurinn (skriðdýr, apar, fuglar o.fl. dýr) auk Náttúrusögusafnsins.  Austan og vestan við borgina eru einföld íbúðahverfi með húsum úr steini eða bambus.  Allt frá því á áttunda áratugnum hefur verið lögð áherzla á að bæta útlit borgarinnar til að hún standi undir nafni sem höfuðborg landsins.  Í þessu skyni hefur verið lagt að borgurunum að sýna skipulagi virðingu, ástunda snyrtimennsku og aga.

Þremur km norðan borgarmiðjunnar rís hin fræga **Shwe-Dagon-pagóda.  Hún er ríkulega gullskreytt stúpa á hinni 100 m háu, tveggja þrepa Singuttara-hæð, sem er vaxinn pálmum og lauftrjám.  Hann er í raun og veru hluti Pegufjalla.  Pagódan er sögð hýsa 8 hár af höfði Búdda og forngripi úr eigu forvera hans.  Þar er einnig ómetanlegur fjársjóður gjafa (gull og gimsteinar) frá konungum og furstum, sem ríktu síðast liðin 2500 ár.  Þessi pagóda er helgistaður, sem pílagrímar flykkjast til úr öllum landshornum og frá nágrannarlöndum.  Samkvæmt sögum prestanna þar var hún stofnuð á fimmtu eða sjöttu öld fyrir Krist.  Upprunalega skrínið, sem mun hafa verið talsvert minna en hið núverandi, var byggt árið 514 f.Kr.  Sinbyushin drottning lauk byggingu pagódunnar árið 1768.

Shwe-Dagonpagóduvegur liggur til norðurs frá ánni í gegnum aðalverzlunarhverfið að suðuruppganginum, sem tvö gríðarstór ljón úr tígulsteini vakta.  Þaðan liggja yfirbyggðar steintröppur (104 þrep; lyfta) með fjölda palla upp að pagódunni (fara úr skóm áður en farið er inn í hana).  Til hliðar eru söluborð, þar sem eru seld kerti, gullhimnur (20-25 í pakka) til að gylla pagóduna eða skrínin, gerviblóm, fánar, reykelsi, búddastyttur og fleiri fórnargjafir.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM