Myanmar meira,
Flag of Burma

MONSÚN
MISSERISVINDAR

Aðalsíða landsins ÍBÚARNIR
NÁTTÚRAN
SAGAN EFNAHAGUR

MYANMAR - BÚRMA
SOSHELIT THAMATA PYIDAUNGSU MYANMA NAINGGAN DAW
(HIÐ SÓSÍALÍSKA LÝÐVELDI MYANMAR)

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Map of BurmaMyanmar er friðsælt og rólegt land, sem hefur varðveitt mikið af uppruna sínum.  Víða er landslag hrífandi fagurt og íbúarnir eru kunnir fyrir gestrisni og ástúðlega framkomu.  Kristinn trúboði skrifaði snemma á 19. öld, að það væri hægt að ferðast um Búrma þvert og endilangt án peninga.  Slíku er ekki að fagna nú, þótt verðlag sé lágt og hagstætt.  Í höfuðborginni Rangún eru engin háhýsi, engar reykjandi verksmiðjur og lítill umferðarhávaði.  Hvergi í stórborgum annars staðar er loftið hreinna.  Shwe-Dagon-pagódan gnæfir fögur yfir borgina.  Hún er kennimerki lands, þar sem andlegar dyggðir eru meira metnar en jarðnesk gæði.  Hér eru engar vestrænar veggauglýsingar og ekkert næturlíf.

Sönnustu myndina af Búrma finna gestir þó frekar utan höfuðborgarinnar, s.s. í Mandalay, fyrrum höfuðborg landsins, uppi í fjalllendi Maymyo og Taunggyi eða í fyrrum hafnarborginni Pegu og umhverfis menningarkastalann Pagan, sem hrundi í jarðskjálfta og var endurbyggður að hluta.  Það er auðvelt að slappa af í Myanma og kynnast blæbrigðum landsins án þess að þurfa að leggja mikið á sig til þess.  Landið er upplagður áfangastaður fyrir þá, sem vilja komast brott úr amstri hversdagsins og geta hugsað sér að draga úr nútímaþægindum.

Landið liggur á milli 10° og 28°30'N og 29° og 101°A með heildarflatarmálið 676552 km².  Landfræðilega er Myanmar bakland Indlands.  Í austri er Tæland og Laos („Gullni þríhyrningurin”), í norðri og norðaustri er Alþýðulýðveldið Kína (sjálfstjórnarsvæðið Tíbet og Yunnansýsla), í vestri er Indland, Banglades og Bengalflói og í suðri er Martabanflói og Andamanhaf.

Tveir langir fjallgarðar liggja um landið frá norðri til suðurs úr suðausturhorni Himalæjafjalla. Hinn vestari, Patkoifjöll (>3.800 m), er framhald Namkiufjalla (> 5.800 m). Framhald Patkoifjalla, Arakangfjöll (> 3.000 m), liggur í boga að Negraistindi, þar sem það endar en birtist aftur sem Andaman-eyjar (Indland) þremur breiddargráðum sunnar.  Eystri fjallgarðurinn, sem er vatnaskil Irawadi og Saluën, myndar hina 2.000 m háu Shanhásléttu austan borgarinnar Mandalay og teygist suður eftir Malakkaskaga.  Milli þessara aðalfjallgarða eru minni fjallahryggir með sömu stefnu, s.s. fjöllin milli Efri-Irawadi og hinnar stóru þverár Chindwin og önnur milli Neðri-Irawadi og þverárinnar Sittang.

Aðalfljót landsins er hið rúmlega 2.000 km langa Irawadi.  Efstu drög þess eru tvær lindár, sem sameinast norðan Myitkyina.  U.þ.b hálfleiðis bætist Chindwin við og síðan rennur áin um frjósöm héruð með skóglendum og hrísgrjónaökrum.  Sjö aðalkvíslar árinnar mynda hið 30.000 km² óshólmasvæði árinnar.  Áin Sittang rennur til þess austanverðs.  Önnur stærsta á landsins, Saluën, á upptök sín í Tíbet.  Hún rennur um kínverska héraðið Yunnan og síðan um búrmanskt land út í Martabanflóa við borgina Moulmein.  Þröngur og djúpur dalur hennar er tiltölulega fábýll og hún er illa skipgeng.

Irawadifljótið er hefðbundin aðalsamgönguæð landsins, en um það fer enn þá meginhluti fólks- og vöruflutninga í litlum bátum, sem eru bæði í ríkis- og einkaeign.  Vegakerfið er ófull-komið.  Vegir eru að mestu malar- og moldarslóðar, sem eru ófærir um regntímann og aðeins færir vélknúnum ökutækjum um þurrkatímann.  Aðaljárnbrautin (BRC: Burma Railways Corporation) liggur á milli Rangún og Mandalay og henni tengjast nokkur hliðarspor.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM